Lögreglan á Vestfjörðum hefur til rannsóknar andlát tveggja einstaklinga í heimahúsi í Bolungarvík. Um er að ræða sambýlisfólk á sjötugsaldri.
Þetta kemur fram í tilkynningu sem lögregla sendi frá sér á tíunda tímanum.
„Óskað var eftir aðstoð tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu auk réttarmeinafræðings til að taka þátt í vettvangsrannsókn lögreglu. Rannsókn á vettvangi lauk í nótt. Réttarmeinafræðileg rannsókn á líkunum mun fara fram í kjölfarið. Eins og staðan er bendir ekkert til þess að saknæmur atburður hafi átt sér stað. Rannsókn málsins heldur áfram, en ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að sinni,“ segir í tilkynningu lögreglu.