fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Harmleikurinn í Bolungarvík – Fólkið var ekki nýlátið

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 28. maí 2024 13:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV hefur vísbendingar um að tvær manneskjur á sjötugsaldri sem fundust látnar í íbúðarhúsi í Bolungarvík í gærkvöld hafi ekki verið nýlátnar. Helgi Jensson, lögreglustjóri á Ísafirði, staðfestir þetta en segir dánartíma ekki liggja fyrir.

Helga setti hljóðan við spurningu blaðamanns en sagði síðan eftir nokkra þögn: „Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja við þig. Við gáfum út fréttatilkynningu og ætluðum kannski ekki að segja mikið meira en það. Þannig að ég veit ekki hvað ég á að segja mikið við þig núna á meðan þetta er í svona viðkvæmri stöðu.“

Helgi segir að krufning muni leiða þetta skýrar í ljós. „Krufningin í öllu falli mun væntanlega segja okkur aðeins um þetta. Það er ákveðinn vafi um nákvæmlega hvenær þau dóu. Það var ekki alveg nýskeð.“

Lögregla sendi frá sér eftirfarandi tilkynningu um málið fyrr í dag:

„Óskað var eftir aðstoð tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu auk réttarmeinafræðings til að taka þátt í vettvangsrannsókn lögreglu. Rannsókn á vettvangi lauk í nótt. Réttarmeinafræðileg rannsókn á líkunum mun fara fram í kjölfarið. Eins og staðan er bendir ekkert til þess að saknæmur atburður hafi átt sér stað. Rannsókn málsins heldur áfram, en ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að sinni.“

Samfélaginu í Bolungarvík er brugðið við atburðinn. DV ræddi í morgun við Jón Pál Hreinsson bæjarstjóra sem býr skammt frá húsinu þar sem harmleikurinn átti sér stað og sér það út um glugga hjá sér:

„Bolungarvík er friðsælt og samheldið samfélag og hefur verið það í þúsund ár. Hugur bæjarbúa er hjá þeim sem eiga um sárt að binda. Við fylgjumst vel með framvindu málsins og setjum okkar traust á að lögreglan muni skýra frá málsatvikum og hvernig málið er statt. Við munum sem sveitarfélag og samfélag vera til staðar fyrir hvert annað og fyrir þau sem eiga um sárt að binda,“ segir Jón Páll.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“