fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

66°Norður opnar í þjónustustöðvum N1

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 23. maí 2024 12:49

Ýmir Finnbogason forstjóri N1 og Helgi Rúnar Óskarsson forstjóri 66°Norður.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framboð á útivistar- og prjónavörum mun stóraukast á þjónustustöðvum N1 við hringveginn eftir að samstarfssamningur við 66°Norður, Rammagerðina og Varma var undirritaður. Verður sérstakt sölusvæði fyrir þessar vörur innréttað í stöðvum N1 í Borgarnesi, Staðarskála, á Blönduósi, Egilsstöðum, Höfn og Hvolsvelli. Þá er stefnt að því að opna stóra verslun 66°Norður við nýja þjónustustöð N1 í Vík í Mýrdal. Kemur þetta fram í fréttatilkynningu.

Með samningnum verður úrval íslenska handverksins aukið á N1 með viðbættu framboði á hönnunarvörum frá Rammagerðinni og prjónavörum Varma í samræmi við vaxandi eftirspurn viðskiptavina á landsbyggðinni og einnig erlendra ferðamanna eftir góðum íslenskum útivistarfatnaði og fallegum prjónavörum.

Sjóklæðafatnaðurinn stendur vel fyrir sínu

Ýmir Örn Finnbogason, forstjóri N1, segir að N1 og forveri þess, Olíufélagið, hafi í marga áratugi boðið viðskiptavinum sínum vörur frá Sjóklæðagerðinni, eins og 66°Norður hét áður, og því standi samstarf fyrirtækjanna á gömlum merg. „Sjóklæðagallarnir, gúmmívettlingarnir og fleira voru lengi í öndvegi í samstarfinu sem fólk allt í kringum landið notaði í daglegum störfum; sjómenn, fiskverkafólk, bændur og í raun allir sem unnu og vinna utandyra í rigningum og vosbúð enda er hann enn afar vinsæll meðal sjómanna og bænda, ekki síst í smalamennsku,“ segir Ýmir.

Íslensk hönnun í öndvegi

Ýmir Örn segir að í samræmi við þá löngu sögu sem samstarf fyrirtækjanna byggi á hafi verið ákveðið að útvíkka samstarfið með áherslu á meiri þjónustu við landsbyggðina og því bætist við tveir nýir framleiðendur undir hatti 66°Norður sem eru Rammagerðin og Varma sem framleiði einnig framúrskarandi íslenska hönnun og hágæðavörur. „N1 er mörgum byggðarlögum mjög mikilvægt þjónustufyrtæki, sem við viljum rækta eins og best verður á kosið. Þetta aukna samstarf við 66°Norður er mikilvægur þáttur í þeirri áherslu,“ segir Ýmir Örn Finnbogason forstjóri N1.

Samstarfinu fylgir bætt þjónusta

Bjarney Harðardóttir hjá 66°Norður segir mörg tækifæri felast í samstarfinu fram undan enda séu þjónustustöðvar N1 afar vel í sveit settar víða um land, meðal annars þar sem 66°Norður hafi ekki tekist að sinna eins vel og fyrirtækið hefði viljað. „Við munum velja vörurnar vel sem boðnar verða hjá N1 til að leggja sem best áherslu á framsetningu íslensku hönnunarinnar og handverksins, sem lifað hafa með þjóðinni svo lengi sem raun ber vitni og erlendir ferðamenn sýna orðið mikinn áhuga,“ segir Bjarney.

Allt eru þetta vörumerki sem hafa lengi verið vel þekkt á Íslandi. Rammagerðin hefur sérhæft sig í að bjóða íslenska hönnun, vörumerkið 66°Norður hefur tengst íslenskum atvinnuháttum í 90 ár og Varma hefur frá stofnun árið 1982 verið leiðandi í þróun og framleiðslu á prjónaðri ullarvöru frá Íslandi. Hafa þessi vörumerki í auknum mæli höfðað til breiðari hóps Íslendinga og notið sífellt meiri vinsælda hjá erlendum ferðamönnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“