fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

Öryggisverðir fylgja Bjarna hvert fótmál

Ritstjórn DV
Föstudaginn 17. maí 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öryggisverðir fylgja Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra hvert fótmál og skipta með sér vöktum. Sjálfur vill Bjarni ekki ganga svo langt að kalla þá lífverði.

Fjallað er um þetta í nýjasta tölublaði Heimildarinnar sem kom út í dag. Bjarni segist ekki vita til þess að eitthvað sérstakt tilefni krefjist þess að öryggisverðir fylgi honum nú og þá hafi hann ekkert með þá ákvörðun að gera að öryggis hans sé gætt.

Bjarni segir við Heimildina að hann hafi verið með öryggisverði á köflum en sjálfur reynir hann að leiða þá hjá sér. „Þeir eru nokkuð góðir í að vera ósýnilegir þannig að ég geti sinnt mínum störfum,“ segir hann en í Heimildinni kemur fram að öryggisráðstafanir æðstu stjórnenda þjóðarinnar byggist á áhættumati frá ríkislögreglustjóra.

Bjarni er tiltölulega nýtekinn við sem forsætisráðherra af Katrínu Jakobsdóttur sem hafði verið forsætisráðherra frá 2017. Katrín var í forsíðuviðtali við Mannlíf árið 2021 sem sagði 2-5 lífverði fylgja henni þegar hún fer til útlanda í embættiserindum. Hér heima hefði ekki verið talin þörf á því.

„Það sleppur engin í minni stöðu alveg við áreiti. Oftast er þetta allt  góðu og aðeins fólk sem þarf að tala, þó það sé æst. Ég hef alveg lent í leiðinlegum hlutum en kannski er ég búin að byggja upp harðan skráp. Hér heima hef ég ekki þurft að vera með lífverði sem eru algjör forréttindi,“ sagði Katrín við Mannlíf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“
Fréttir
Í gær

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn
Fréttir
Í gær

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm