fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Finna ekki mann sem var með yfir 40 þúsund evrur á sér

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 17. maí 2024 18:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manni sem ákærður er fyrir peningaþvætti hefur verið birt fyrirkall og ákæra í Lögbirtingablaðinu, en ekki hefur náðst til mannsins til að birta honum ákæruna.

Maðurinn, sem er 44 ára og frá Lettlandi, er sakaður um að hafa tekið við 41.585 evrum (um 6 milljónir og 250 þúsund íslenskar krónur) frá óþekktum aðila og segir í ákæru að hann hafi mátt vita að um var að ræða ávinning af sölu og dreifingu fíkniefna.

Hinn ákærði var með féð á sér þegar hann var handtekinn á Keflavíkurflugvelli 6. nóvember árið 2023, en hann var þá að fara í flug til Varsjá í Póllandi.

Í ákærunni segir: „Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er þess krafist að gerðar verði upptækar með dómi samtals 41.585 evrur sem lögregla fann og haldlagði og varðveittar eru sem innistæða á bankareikningi lögreglustjórans á Suðurnesjum auk vaxta og verðbóta af framangreindri fjárhæð frá 6. nóvember 2023 til greiðsludags samkvæmt heimild í 69. gr. og 69. gr. b. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.“

Fyrirtaka verður í málinu við Héraðsdóm Reykjaness þann 25. júní næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin
Fréttir
Í gær

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður
Fréttir
Í gær

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“
Fréttir
Í gær

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“