fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Fyrrverandi eiginkona læknisins í sjokki yfir dómi Landsréttar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 15. maí 2024 20:00

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er í sjokki yfir þessari niðurstöðu Landsréttar. Hvernig getur það verið að eftir að Héraðsdómur Vestfjarða hefur sakfellt hann fyrir brot í nánu sambandi og brot gegn barnaverndarlögum að þá sé hann sýknaður í Landsrétti?“ segir fyrrverandi eiginkona læknis sem Landsréttur sýknaði þann 10. maí af brotum gegnum dætrum sínum. Sneri Landsréttur þar við dómi Héraðsdóms Vestfjarða.

Læknirinn var ákærður fyrir ofbeldisbrot gegn konunni, sem er erlend, og þremur dætrum þeirra. Var hann ákærður fyrir að hafa hótað konunni lífláti, beitt hana ofbeldi og þvingað hana til að borða mat upp af gólfi. Hann var einnig sakaður um að hafa beitt hana ofbeldi á meðan hún var ófrísk með því að þrýsta hné að maga hennar og taka hana kyrkingartaki.

Héraðsdómur Vestfjarða sýknaði manninn af þessum hluta ákærunnar en sakfelldi hann fyrir brot í nánu sambandi og brot gegn barnaverndarlögum vegna framkomu hans við dætur hjónanna. Var hann meðal annars sakfelldur fyrir að hafa læst dæturnar inni og beitt þær líkamlegu ofbeldi með því að slá á fingur þeirra. Var hann dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu miskabóta. Þessu hefur Landsréttur snúið við.

Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að héraðsdómi hefði ekki tekist að færa nægjanlegar sönnur á sekt mannsins. Líkamlegt ofbeldi gegn börnunum væri ekki sannað og einnig vóg þungt sá framburður mannsins að hann hefði ekki læst dæturnar inni í refsingarskyni heldur til að róa þær niður. Sagði hann að hann og eiginkonan hefðu beitt uppeldisaðferð sem þau kölluðu „time out“. Fælist hún í því að ef börn væru of æst til að geta átt í góðum samskiptum væru þau sett í einveru stutta stund til að þau róuðu sig niður.

Ofbeldi eða uppeldisaðferð?

Aðferðinni hefði verið beitt samtals fimm til tíu sinnum á tveggja ára tímabili, frá um það bil fjögurra ára aldri eldri dætranna, en aldrei gagnvart yngstu dótturinni. Einungis ein hefði verið sett inn í herbergi í einu og það tæki um það til bil þrjár til fimm mínútur fyrir barn að róast. Hann hafi gengist við því að hann og móðirin hefðu læst herberginu í fyrstu tvö skiptin sem þessu var beitt á elstu dótturina, þar sem hún hafi hlaupið út úr herberginu. Síðan hafi dæturnar farið að læra á aðferðina.

Hann hafi sagt dætrunum að fara inn í herbergið en í þeim tilvikum sem þær hefðu ekki orðið við því hefði verið haldið á þeim inn. Maðurinn sagðist hafa lesið um þessa uppeldisaðferð í bæklingi um úrræði til að beita þegar börn væru erfið. Vísaði hann til gagna frá leikskólum um jákvæða einveru.

Fyrir dómi sakaði konan manninn um að hafa beitt dæturnar ofbeldi. Sagði hún hann hafa mjög oft læst dæturnar inni og yfirleitt í 15 til 20 mínútur í senn. Sagði hún einnig að hann hefði barið dæturnar.

Í niðurstöðu Landsréttar sagði: „Að virtu  öllu  framangreindu  og  gögnum  málsins  verður  ekki  talið  að  ákæruvaldinu hafi gegn eindreginni neitun ákærða tekist að færa sönnur á að hann hafi gerst sekur  um þá háttsemi sem lýst er í ákæru, sbr. 109. gr. laga nr. 88/2008, það er að hann hafi  beitt dætur sínar líkamlegu ofbeldi  með því að slá þær á fingur í refsingarskyni eða lokað  þær  inni í  refsingarskyni.  Kemur  því  ekki  önnur  háttsemi  til  álita  en  sú  sem  ákærði sjálfur hefur lýst að hann hafi viðhaft. Ákæruvaldið hefur ekki sýnt fram á að sú  háttsemi  geti  ein  og  sér  varðað  við  þau  ákvæði  sem  í  ákæru  greinir. Samkvæmt  þessu verður ákærði sýknaður af þeim sakargiftum sem hér eru til úrlausnar.“

Lagagreinin sem þarna er vísað til er eftirfarandi: „Dómari metur hverju sinni hvort nægileg sönnun, sem ekki verði véfengd með skynsamlegum rökum, sé fram komin um hvert það atriði sem varðar sekt og ákvörðun viðurlaga við broti, þar á meðal hvaða sönnunargildi skýrslur ákærða hafi, vitnisburður, mats- og skoðunargerðir, skjöl og önnur sýnileg sönnunargögn.“

Segir börn eiga betra skilið

Sem fyrr segir er konan afar ósátt við þessa niðurstöðu og er hugsi yfir þeim skilaboðum sem Landsréttur er að senda út í samfélagið með niðurstöðunni: „Þetta er sjokkerandi dómur hjá Landsrétti gegn eiginmanni sem beitti mig og börn mín ofbeldi í átta ár. Það sem hann var þó dæmdur fyrir í héraðsdómi var bara toppurinn á ísjakanum. Þrátt fyrir sönnunargögn um ofbeldi hans þá var hann sýknaður. Mér finnst þetta senda þau skilaboð að ofbeldi gegn börnum sé réttlætanlegt ef það er ekki í refsingarskyni. Þetta er ekki réttlæti og þarna eru lögin ekki að vernda. Þarna hefur kerfið brugðist í því að greina ofbeldi. Ég er miður mín út af þessu og hjarta mitt er brostið. Hvernig getur Ísland leyft sér að láta svona óréttlæti viðgangast? Börn eiga betra skilið en þetta,“ segir hún.

Ítarlega dóma Landsréttar og Héraðsdóms Vestfjarða í málinu má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“