Hæstiréttur hefur hafnað kröfu Pétur Jökul Jónassonar um að tveir dómarar við Landsrétt víki sæti í máli er varðar ákvörðun um gæsluvarðhald hans. Staðfest hefur verið framlengt gæsluvarðhald yfir Pétri til 21. maí.
Hann sætir rannsókn lögreglu varðandi aðild að stóra kókaínmálinu. Í fyrra voru fjórir menn sakfelldir fyrir tilraun til að smygla til landsins rétt tæplega 100 kg af kókaíni. Efnin voru falin í trjádrumbum sem fluttir voru frá Brasilíu til Íslands með viðkomu í Rotterdam í Hollandi. Lögregluyfirvöld höfðu veður af smyglinu og lögreglumenn í Rotterdam skiptu út efnunum fyrir gerviefni.
Sá sem hlaut þyngsta dóminn í málinu var Páll Jónsson, timbursali nálægt sjötugu, en efnin voru flutt á vegum fyrirtækis hans í Hafnarfirði.
Alþjóða lögreglan Interpol lýsti eftir Pétri að beiðni íslenskra yfirvalda fyrr á árinu og gefin var út handtökuskipun á hann. Pétur kom sjálfviljugur til landsins í lok febrúar og var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald þar sem hann hefur setið síðan.
Í gæsluvarðhaldsúrskurði héraðsdóms sem birtur er með úrskurði Landsréttar (sjá hér) kemur fram að Pétur var álitinn hafa verið í Brasilíu á þeim tíma sem efnunum var smyglað þaðan. Einnig sagðist einn sakborninganna í málinu hafa hitt mann nokkrum sinnum í miðborg Reykjavíkur sem lögregla telur að hafi verið Pétur.
Í úrskurðinum kemur einnig fram að Pétur hefur neitað sök í málinu í skýrslutökum hjá lögreglu. Hann hefur ekki tjáð sig um þau gögn sem hafa verið lögð fyrir hann og hann spurður út í, t.d. um staðsetningar á símum, ferðalög milli landa og tengsl hans við aðra sakborninga í málinu, en þetta eru gögn sem lögregla telur ýta undir aðild hans að málinu.
Í úrskurðinum segir ennfremur orðrétt: