fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Rússar hafa opinberað nýjar upplýsingar um fyrstu árásina á Kerch-brúna – Myndband

Ritstjórn DV
Föstudaginn 10. maí 2024 10:00

Öflug sprenging varð á Kerch-brúnni í fyrstu árás Úkraínumanna á hana. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í október 2022 varð mikil sprenging á Kerch-brúnni, sem tengir Krímskaga við rússneska meginlandið. Brúin skemmdist mikið en Rússum tókst að gera við hana. Nú hafa þeir opinberað nýjar upplýsingar um árásina.

Árásin var þungt högg fyrir Vladímír Pútín, forseta, sem hefur miklar áætlanir á prjónunum varðandi Krím og hefur gert brúna að einu metnaðarfyllsta verkefni sínu.

Það er rússneski miðillinn Komersant, sem hefur yfirleitt góð sambönd inn í rússneska stjórnkerfið, sem hefur fengið aðgang að niðurstöðum rannsóknar yfirvalda á sprengingunni.

Segir miðillinn að sprengja, sem var meðal annars gerð úr flugskeytaeldsneyti og litlum málmstykkjum, hafi verið notuð við árásina. Svo mikið eldsneyti var í henni að afl sprengingarinnar svaraði til þess að tíu tonn af TNT hefðu verið sprengd.

GPS-stýrðum kveikibúnaði var komið fyrir á sprengjunni. Hann fór í gang þegar sprengja kom á ákveðinn stað á brúnni.

Aðgerðin, sem var mjög flókin í framkvæmd, fól einnig í sér að flutningabílinn, sem sprengjunni var komið fyrir í, hóf ferð sína í Búlgaríu, ók þaðan til Georgíu og síðan Armeníu áður en förinni var heitið til Krím. Þetta virðist hafa verið gert til að forðast að athygli yfirvalda beindist að honum.

Svo virðist sem ökumaður flutningabílsins hafi ekki vitað af sprengjunni.

Í myndbandinu hér fyrir neðan sést þegar sprengjan sprakk.

Sprengingin eyðilagði hluta af veginum um brúna og járnbrautarteinana.

Rússnesk yfirvöld sökuðu úkraínsku leyniþjónustuna um að hafa staðið á bak við sprenginguna. En þessu hafa Úkraínumenn ekki svarað.

Heimildarmenn innan úkraínska hersins og leyniþjónustu landsins segja að ráðist verði á brúna á nýjan leik á þessu ári. Til dæmis birti sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum nýlega mynd á samfélagsmiðlinum X af nokkrum tegundum brúa. Getur hver svo lesið í þá færslu og hvað sendiherrann er að gefa í skyn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“