fbpx
Mánudagur 20.maí 2024
Fréttir

Dóra Björt fordæmir Kastljóssþátt Maríu Sigrúnar – „Rangfærslur og hrár áróður“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 10. maí 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Pírata í borgarstjórn, fer hörðum orðum um fréttaskýringu Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur um lóðasamninga borgarinnar við olíufélögin. Í aðsendri grein á Vísir.is sakar hún Kastljós um að hafa sett fram áróður og rangfærslur borgarfulltrúa minnihlutans sem staðreyndir. „Sá var unninn í rannsóknarblaðamennskustíl Kveiks en frægt er orðið að efnið fékk ekki að birtast í síðasta Kveiksþætti vetursins þar sem hann þótti ekki tilbúinn til birtingar á þeim tímapunkti,“ skrifar Dóra Björt.

Hún segir að lykilhugsjón Pírata sé að standa með rétti almenning til góðra upplýsinga og með lýðræðislegri og upplýstri umræðu. Síðan segir: „Þetta hefur almenningur farið á mis við undanfarið eftir að fjölmiðill birti þátt undir yfirskini rannsóknarblaðmennsku sem hefur hingað til þótt trúverðugt fréttaefni þar sem hismið er greint frá kjarnanum og farið er í málin á dýptina byggt á faglegri heimildavinnu. Vandinn að þessu sinni voru rangfærslur og hrár áróður þeirra, sem vilja koma höggstað á meirihlutann í Reykjavík, sem klætt var upp sem „sjokkerandi staðreyndir“ undir fölsku flaggi.“

Dóra Björt segir helstu, en þó ekki allar, meintar rangfærslur í þættinum hafa verið leiðréttar í þessari tilkynningu á vef borgarinnar. Hins vegar hafi hún hlutast til um að óháð úttekt á vegum innri endurskoðunar borgarinnar fari fram á samningunum. Um þetta segir hún í greininni:

„Ég tel réttast að fá óháða úttekt á samningunum svo hægt sé að greiða úr þessari upplýsingaflækju og fá hið rétta fram, gott og slæmt. Þess vegna beitti ég mér fyrir því að tillaga þess efnis var samþykkt í borgarstjórn í vikunni. Ég hvet fólk til að mynda sér eigin upplýsta skoðun á þessu máli og ég virði að það komist ekki endilega öll að sömu niðurstöðu og varð ofan á.“

Hún telur að hún hafi fyrir sitt leyti komist að ígrundaðri niðurstöðu er hún mótaði afstöðu sína málsins á sínum tíma. Hún tilgreinir nokkur atriði sem hún telur varpa ljósi á samhengi málsins, þar hafi vegið þungt að rjúfa þá kyrrstöðu sem ríkt hafði varðandi áform um að fækka bensínstöðvum. Einnig skipti miklu máli að ákvörðunin stuðli að fjölgun íbúða á góðum svæðum í borginni. Atriðin eru eftirfarandi:

  • „Þar vegur þar þungt að tilmæli Samkeppniseftirlitsins ítrekuðu að tryggja jafnræði olíufélaga á milli og standa ekki fyrir samkeppnishindunum á eldsneytismarkaði.
  • Sömuleiðis vóg það þungt að mér þótti mikilvægt að rjúfa þá kyrrstöðu um málið sem hafði ríkt í um áratug frá því að fækkun bensínstöðva var sett í stefnu borgarinnar og við ákváðum að ganga til samningaviðræðna til að hraða þessu ferli og hraða mikilvægri uppbyggingu. Ef við hefðum látið vera hefðu þessar íbúðir ekki verið í farvatninu.
  • Á móti hagnaði uppbyggingaraðilanna við íbúðauppbyggingu kemur svo kostnaður við hreinsun lóða af olíumengun, niðurrif, það að afleggja rekstur og svo auðvitað gatnagerðargjöld sem allir þessir aðilar eiga að greiða. Það er enn ekki búið að samþykkja neinn byggingarétt og enn er ekki ljóst að hagnaður olíufélaganna verði svo einhverju nemi.
  • Velta má svo fyrir sér afleiðingum þess að auka takmörkun á framlengingu lóðaleigu fyrir fólk, fyrirtæki og möguleika á að nýta fasteignir sem veð sem dæmi – en undir flestum fasteignum hvíla lóðaleigusamningar. Það er munur á að mega og eiga. Við þurfum alltaf að hafa í huga samfélagslegar afleiðingar stjórnvaldsákvarðanna.
  • Íbúar og borgin græða heilmikið líka með hraðari fjölgun íbúða en ellegar á góðum svæðum í húsnæðiskrísu, útsvari og fasteignasköttum þeirra sem munu búa á þessum reitum, með þéttingu byggðar þar sem innviðakostnaður er gróflega metinn fimmfalt lægri en í dreifðri byggð, og með minni mengun og aukinni velferð sem af þeirri grænu stefnu hlýst – í stað metfjölda bensínstöðva.
  • Ef samningarnir væru eins einhliða frábærir fyrir olíufélögin og umræðan gefur til kynna hefði okkur líklega tekist að fækka bensínstöðvum um helming eins og markmiðið var frekar en að komast ekki lengra en 33%. En ég er auðmjúk gagnvart því að mér gæti hafa yfirsést eitthvað.“

 

Sjá nánar hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Arnar Þór kærir myndbirtingu Vísis – „Gróf aðför að mannorði mínu“

Arnar Þór kærir myndbirtingu Vísis – „Gróf aðför að mannorði mínu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilja reisa vonarvita fyrir Grindavík – Upplýsta Grindavíkur geit

Vilja reisa vonarvita fyrir Grindavík – Upplýsta Grindavíkur geit
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sagði yfirmanninn hafa komið illa fram við sig og mismunað sér en var ekki nógu skýr

Sagði yfirmanninn hafa komið illa fram við sig og mismunað sér en var ekki nógu skýr
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristín nefnir algeng mistök við fasteignakaup og hvernig hægt er að forðast þau

Kristín nefnir algeng mistök við fasteignakaup og hvernig hægt er að forðast þau
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna