fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Forseti bæjarstjórnar Grindavíkur segir bæinn í raun dauðan

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 8. maí 2024 14:30

Ásrún Helga Kristinsdóttir/Skjáskot-Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásrún Helga Kristinsdóttir forseti bæjarstjórnar Grindavíkur var gestur Sigurlaugar Margrétar Jónasdóttur í þættinum Segðu mér á Rás 1 í morgun. Í þættinum ræðir Ásrún meðal annars þær miklu áskoranir sem bæjarstjórn Grindavíkur hefur staðið frammi fyrir vegna jarðhræringa undafarinna missera. Ásrún segir til að mynda frá gagnrýni Grindvíkinga á störf bæjarstjórnarinnar og að kröfur hafi verið á lofti um að bæjarfulltrúar myndu gista í bænum þrátt fyrir jarðhræringarnar og að ástand bæjarins sé eins og það er. Hún segir að sjálf eigi hún erfitt með það meðal annars í ljósi þess að lítið mannlíf sé eftir í bænum sem sé í raun dauður og því sé þeim mun erfiðara geta hugsað sér að gista þar.

Ásrún segir það skiljanlegt að Grindvíkingar beini reiði sinni að einhverjum í ljósi þess að tilvera þeirra hafi verið í algjöru uppnámi og þá liggi vel við að beina henni að bæjarstjórninni:

„Ég segi nú að í aðstæðum þar sem að fótunum er bara gjörsamlega kippt undan fólki þá kemur náttúrulega upp reiði. Við erum að takast á við áfall, ákveðið vonleysi og ráðþrot. Við höfum alveg upplifað það að fólk þarf kannski að beina reiði sinni eitthvert og það er kannski auðvelt að beina henni að bæjarstjórninni.“

Hún segir bæjarstjórnina finna vel fyrir þessu:

„Við finnum fyrir því. Það kemur gagnrýni þar sem allt er ómögulegt sem við erum að gera og við erum ekki neitt að gera. Það er kannski verið að krefja okkur um svör sem kannski helstu sérfræðingar geta ekki einu sinni svarað. Svo finnum við líka fyrir þakklæti, fáum hvatningu og hlýju líka.“

Að vera sýnileg í bænum

Innviðir Grindavíkur hafa orðið fyrir miklu hnjaski, jarðsig hefur orðið á sumum stöðum í bænum, nokkuð er um að hús séu skemmd og enn er eldgos í næsta nágrenni við bæinn. Þótt nú hafi verið leyft að dvelja í bænum á nóttunni hefur minnihluti íbúa bæjarins treyst sér til að gera það. Ásrún, sem býr nú sjálf í Reykjavík, segir að þrátt fyrir þetta séu kröfur á lofti um að bæjarfulltrúar í Grindavík séu sýnilegir í bænum og að þeir láti sér ekki nægja að koma í bæinn að degi til heldur dvelji þar á nóttunni líka.

„Það eru kröfur um það og eins og ég hef sagt þá vil ég standa með öllum hópum. Ég vil standa með fólki sem býr heima og vill fara aftur heim og ég vil líka standa með fólki sem sér ekki fyrir sér að flytja aftur heim en það er svona krafa um það og fólk veltir fyrir sér hvort það sé ekki réttmæt krafa að bæjarfulltrúar gisti heima. En eins og við höfum verið að tala um, við erum líka íbúar, við erum í þessu áfalli og við þurftum að rýma. Við búum … eins og ég kom inn á áðan, ég bý í Grafarvogi. Ég er með mína búslóð þar.“

Aðspurð hvort hún treysti sér til að búa í Grindavík segir Ásrún:

„Ég hef alveg gist eina og eina nótt í Grindavík.“

Hún segir að það hafi verið notaleg tilfinning:

„Það er kannski bara út af því að þarna eru ræturnar mínar. Mér fannst bara einhvern veginn … það er ákveðin kyrrð. Þetta hangir samt svolítið yfir okkur. Sérstaklega varðandi landrisið og það er fyllast þetta geymsluhólf.“

Hún segir ógnina vofa yfir að vakna við neyðarflauturnar í bænum og að Grindvíkingar séu margir með eilítið laskað taugakerfi eftir allt sem á hefur gengið. Bærinn sé þó vissulega varinn með varnargörðum:

„Það er alveg notalegt að koma. Það sem mér þykir erfiðast … það er í rauninni … þetta er algjörlega bara svona dauður bær. Blómlegur bær sem iðaði af mannlífi. Það er í rauninni bara ekkert að frétta og það er erfitt.“

Þáttinn í heild sinni er hægt að nálgast hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Talaði Trump af sér?

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Í gær

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur
Fréttir
Í gær

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Í gær

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir
Fréttir
Í gær

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“
Fréttir
Í gær

Selenskíj varpar ljósi á það hversu margir úkraínskir hermenn hafa fallið í stríðinu

Selenskíj varpar ljósi á það hversu margir úkraínskir hermenn hafa fallið í stríðinu