fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Pútín sendir Vesturlöndum ógnvekjandi skilaboð – Æfa notkun kjarnavopna

Ritstjórn DV
Mánudaginn 6. maí 2024 12:02

Vladimir Pútín. Mynd: EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneski herinn ætlar að hefja æfingar við notkun taktískra kjarnavopna (e. tactical nuclear weapons) vegna „hótana“ frá Frökkum, Bretum og Bandaríkjunum. Reuters greinir frá þessu.

Rússneska varnarmálaráðuneytið staðfesti fyrirhugaðar æfingar í morgun og eru þær sagðar gerðar að kröfu Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Verður undirbúningur og notkun þessara vopna æfð.

Rússar segja að Bandaríkjamenn og bandaþjóðir þeirra í Evrópu séu að ýta heiminum í átt að „átökum á milli kjarnorkuvelda“ með fjárframlögum til Úkraínu.

Rússland og Bandaríkin eru stærstu kjarnorkuveldi heims en saman eiga þau um 10.600 kjarnaodda af þeim 12.100 sem til eru í heiminum. Þar á eftir koma Kína, Frakkland og Bretland.

Í frétt Reuters er þess getið að kjarnorkuveldi heimsins sinni viðhaldi og æfi jafnvel undirbúning fyrir notkun þeirra. Að tilkynna um slíkt, líkt og Rússar gera nú, og setja æfingarnar í samhengi við tilgreinda ógn eigi sér hins vegar vart hliðstæðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

„Slæmt að sjá unga vinsæla tónlistarkonu nota reykingar sem sjálfsagðan hlut í sínu efni“

„Slæmt að sjá unga vinsæla tónlistarkonu nota reykingar sem sjálfsagðan hlut í sínu efni“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Lögreglan neyddi Simon til að gefa falskan vitnisburð: „Þremur vélbyssum var miðað á höfuðið á mér“

Lögreglan neyddi Simon til að gefa falskan vitnisburð: „Þremur vélbyssum var miðað á höfuðið á mér“
Fréttir
Í gær

Sólveig Anna með óvænta skoðun á styttingu atvinnuleysisbótatíma – „Nú verð ég sennilega drepin“

Sólveig Anna með óvænta skoðun á styttingu atvinnuleysisbótatíma – „Nú verð ég sennilega drepin“
Fréttir
Í gær

Líflegar umræður eftir að Stefán Máni sagði það pólitískan réttrúnað að segja „gleðilega hátíð“ – „Þetta er innflutt tuð“

Líflegar umræður eftir að Stefán Máni sagði það pólitískan réttrúnað að segja „gleðilega hátíð“ – „Þetta er innflutt tuð“
Fréttir
Í gær

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“
Fréttir
Í gær

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar