Hún opnaði nuddstofuna í lok apríl í Mors í Danmörku. Hún er menntaður hjúkrunarfræðingur og í heildrænni meðferð líkama og hugarins. Hún starfaði í opinbera heilbrigðisgeiranum í 25 ár áður en hún opnaði nuddstofuna. Þar er boðið upp á allt frá stresslosandi nuddi til eistnanudds.
Í samtali við TV2 sagði hún að margir karlar glími við vanda sem er hægt að veita meðferð við með því að sinna neðri hluta líkamans (kynfærunum).
„Þeir glíma við stress, kvíða, þunglyndi, barnleysi og risvandamál og þetta snýst um að koma líkamanum í stresslaust ástand,“ sagði hún.
Eistnanuddið tekur 45 mínútur og kostar sem svarar til 8.000 íslenskra króna. Aðalmarkmiðið með því er að auka blóðflæðið í og við kynfærin og auka þannig testósterónmagnið.
Þetta hljómar kannski eins og boðið sé upp á kynferðislega þjónustu en svo er ekki sagði Maria. „Þetta er alvöru nudd og það er engin kynferðisleg þjónusta innifalin,“ sagði hún.
Á sínum 25 árum í heilbrigðiskerfinu upplifði Maria eitt og annað og því finnst henni ekkert tiltökumál að snerta eistu karla. „Þetta snýst bara um að byggja upp traust. Þetta fer mjög fagmannlega og rólega fram. Ég segi mönnunum hvað það er sem ég er að gera,“ sagði hún.
Flestir karlanna fá reisn á meðan á nuddinu stendur og hjá sumum lekur sæðisvökvi úr limnum og sumir fá sáðlát. Maria sagði ekki óvenjulegt að slíkt gerist því hún sé að vinna með æðarnar í og við kynfærin.
„Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi,“ sagði hún um hvað gerist þegar karlarnir fá sáðlát.
Hún hefur haft nóg að gera síðan hún opnaði nuddstofuna og er bókunarstaðan gríðarlega góð næstu vikurnar. Vinnudagurinn er því langur, eða frá klukkan 8 til 20.30.