fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 6. maí 2024 04:07

Bitinn í punginn af sporðdreka - Ái. Mynd/Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er bara gott að fá athygli. En það breytir því ekki að boðskapurinn í kringum þetta er mikilvægur.“ Þetta sagði Maria Stigaard, eigandi nuddstofunnar Bodysound, um þá þjónustu sem er í boði á nuddstofunni hennar en þar býður hún meðal annars upp á eistnanudd.

Hún opnaði nuddstofuna í lok apríl í Mors í Danmörku. Hún er menntaður hjúkrunarfræðingur og í heildrænni meðferð líkama og hugarins. Hún starfaði í opinbera heilbrigðisgeiranum í 25 ár áður en hún opnaði nuddstofuna. Þar er boðið upp á allt frá stresslosandi nuddi til eistnanudds.

Í samtali við TV2 sagði hún að margir karlar glími við vanda sem er hægt að veita meðferð við með því að sinna neðri hluta líkamans (kynfærunum).

„Þeir glíma við stress, kvíða, þunglyndi, barnleysi og risvandamál og þetta snýst um að koma líkamanum í stresslaust ástand,“ sagði hún.

Eistnanuddið tekur 45 mínútur og kostar sem svarar til 8.000 íslenskra króna. Aðalmarkmiðið með því er að auka blóðflæðið í og við kynfærin og auka þannig testósterónmagnið.

Þetta hljómar kannski eins og boðið sé upp á kynferðislega þjónustu en svo er ekki sagði Maria. „Þetta er alvöru nudd og það er engin kynferðisleg þjónusta innifalin,“ sagði hún.

Á sínum 25 árum í heilbrigðiskerfinu upplifði Maria eitt og annað og því finnst henni ekkert tiltökumál að snerta eistu karla. „Þetta snýst bara um að byggja upp traust. Þetta fer mjög fagmannlega og rólega fram. Ég segi mönnunum hvað það er sem ég er að gera,“ sagði hún.

Flestir karlanna fá reisn á meðan á nuddinu stendur og hjá sumum lekur sæðisvökvi úr limnum og sumir fá sáðlát. Maria sagði ekki óvenjulegt að slíkt gerist því hún sé að vinna með æðarnar í og við kynfærin.

„Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi,“ sagði hún um hvað gerist þegar karlarnir fá sáðlát.

Hún hefur haft nóg að gera síðan hún opnaði nuddstofuna og er bókunarstaðan gríðarlega góð næstu vikurnar. Vinnudagurinn er því langur, eða frá klukkan 8 til 20.30.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“