Hér má sjá Facebook-síðu Quang Le en eins og áður segir hefur Facebook-síða Wok On einnig orðið fyrir barðinu á hökkurunum þar sem birtast svipaðar færslur.
Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le, eða Davíð Viðarsson, varð fyrir árás nethakkara sem hafa dreift viðkvæmum upplýsingum um hann síðustu klukkustundir. Var persónulegur reikningur athafnamannsins, sem situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um víðtækt mansal og margvísleg önnur brot, hakkaður sem og reikningur asísku veitingakeðjunnar Wok On þar sem hann var einn af eigendum.
Vísir greindi fyrst frá málinu en hakkararnir hófu að dreifa efni á báðar Facebook-síðurna um klukkan ellefu í morgun. Þar eru ýmsir opinberar aðilar gagnrýndir en einnig einkaskilaboð Quang Le til íslenskra vina sinna þar sem þeir deila meðal annars rassamyndum úr World Class, ræða um líkamlegt ofbeldi gagnvart konum en einnig svartar greiðslur.
Hér má sjá Facebook-síðu Quang Le en eins og áður segir hefur Facebook-síða Wok On einnig orðið fyrir barðinu á hökkurunum þar sem birtast svipaðar færslur.