fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Ritstjórn DV
Laugardaginn 27. apríl 2024 13:56

Heiðar Örn Sigurfinnsson. Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóri RÚV, hefur birt yfirlýsingu á Facebook, í tilefni af umræðu og fréttaflutningi um örlög innslags sem María Sigrún Hilmarsdóttir vann fyrir þáttinn Kveik, en fékkst ekki birt í þættinum.

Sjá einnig: Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik

Síðastliðinn þriðjudag, 23. apríl, stóð til að fréttaskýringaþátturinn Kveikur myndi sýna innslag fréttakonunnar Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur sem hafði verið í vinnslu í langan tíma. Af því varð þó ekki og hefur sú ákvörðun dregið dilk á eftir. Í gær var greint frá því að María Sigrún væri hætt í Kveiks-teyminu og gaus upp reiðialda þegar greint var frá því að Ingólfur Bjarni Sigfússon, ritstjóri Kveiks, hefði sagt að hæfileikar Maríu Sigrúnar lægju ekki á sviði rannsóknarblaðamennsku en að hún væri þeim mun betri að lesa upp fréttir.

Innslag Maríu Sigrúnar varðar umdeildan samning sem fráfarandi borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, gerði við Festi og Krónuna, Olíuverslun Íslands og Haga og Skeljung um nýtt hlutverk bensínstöðvalóða í þeirra eigu. Alls var um að ræða tólf lóðir á úrvalsstöðum í borginni, svokallaður fyrsti fasi í fækkun bensínstöðva í borgarlandinu, en samningurinn var strax afar umdeildur. Auk nýrra lóða undir starfsemi sína fengu olíufélögin gefins byggingarétt á lóðunum sem í fólust gríðarleg verðmæti sem hafa bara hækkað síðan.

Sver af sér annarleg sjónarmið

Heiðar Örn segir fullyrðingar um að hér hafi annarleg sjónarmið ráðið för ekki eiga við nein rök að styðjast:

„Í dag og í gær hafa birst fréttir þess efnis að fréttaskýring sem var í vinnslu fyrir fréttaskýringaþáttinn Kveik og átti að sýna síðasta þriðjudag hafi verið tekin af dagskrá og jafnframt látið að því liggja að annarleg sjónarmið búi að baki. Það á ekki við nein rök að styðjast. Fréttaskýringin, sem hafði verið unnið að um skeið, var ekki fullbúin til sýningar í síðasta þætti Kveiks þennan vetur. Því buðu stjórnendur fréttastofu RÚV að málinu yrði fundinn farvegur í Kastljósi, næðist að klára að vinna það.

Að öðru leyti mun ég ekki tjá mig um þetta starfsmannamál eða vitna í trúnaðarsamtöl.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“