fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

Hrikaleg líkamsárás í Síðumúla

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 17. apríl 2024 18:30

Frá Síðumúla. Mynd: Já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært mann fyrir stórfellda líkamsárás fyrir utan Síðumúla 37 í Reykjavík.

Atvikið átti sér stað aðfaranótt sunnudagsins 10. október árið 2021. Í ákæru segir að maðurinn hafi hrint öðrum manni með báðum höndum þannig að hann féll og skall með höfuðið í jörðina, með þeim afleiðingum að hann hlaut höfuðkúpubrot á ennisbeini, marblæðingar á framheila og gagnaugageira.

Héraðssaksóknari krefst þess að hinn ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkosnaðar.

Fyrir hönd brotaþolans er krafist miskabóta, skaðabóta, þjáningabóta og málskostnaðar. Brotaþolinn krefst fjögurra milljóna í miskabætur og þjáningabóta upp á rúmlega 230 þúsund krónur. „Einnig er þess krafist að ákærða verði gert að greiða lögmannskostnað brotaþola við að koma bótakröfunni á framfæri og vegna hagsmunagæslu við meðferð málsins fyrir dómi skv. málskostnaðarreikningi sem lagður verður fram við meðferð málsins eða samkvæmt mati dómsins,“ segir ennfremur í ákærunni.

Málið verður þingfest við Héraðsdóm Reykjavíkur 24. apríl næstkomandi.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Lýsir eftir Anítu Rós – „Hún á afmæli á morgun og þætti okkur gott að vita af henni í öruggum höndum“

Lýsir eftir Anítu Rós – „Hún á afmæli á morgun og þætti okkur gott að vita af henni í öruggum höndum“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Hera Björk tjáir sig um gagnrýnina – „Ég átti kannski ekki von á því að það yrði legið ofan í öllum viðtölum“

Hera Björk tjáir sig um gagnrýnina – „Ég átti kannski ekki von á því að það yrði legið ofan í öllum viðtölum“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Baldur gefur lítið fyrir gamla skemmtistaðamynd sem hefur farið í mikla dreifingu – „Hólí mólí Baldur, hvernig vogarðu þér?“

Baldur gefur lítið fyrir gamla skemmtistaðamynd sem hefur farið í mikla dreifingu – „Hólí mólí Baldur, hvernig vogarðu þér?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Réttað verður yfir móðurinni á Nýbýlavegi fyrir luktum dyrum

Réttað verður yfir móðurinni á Nýbýlavegi fyrir luktum dyrum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Málefni Salarins í Kópavogi: Saka bæjarstjóra um takmarkaðan skilning og áhuga á lýðræði

Málefni Salarins í Kópavogi: Saka bæjarstjóra um takmarkaðan skilning og áhuga á lýðræði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ögmundur segir Kveiks-málið meira en starfsmannamál – „Gróf ærumeiðing um góða og faglega fréttakonu“

Ögmundur segir Kveiks-málið meira en starfsmannamál – „Gróf ærumeiðing um góða og faglega fréttakonu“