fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Hátíðargestur segir 50 hafa tekið eigið líf eftir árás Hamas – „Ég þurfti að fá mér hund til þess að komast í gegnum daginn“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 16. apríl 2024 22:00

Vel á fjórða hundrað voru myrt á hátíðinni. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem lifði af árás Hamas samtakanna á Nova tónlistarhátíðina í október síðastliðnum segir að tæplega 50 gestir hátíðarinnar hafi tekið eigið líf síðan þá. Einnig að fjöldi hafi þurft að leggjast inn á geðdeild vegna áfallsins.

Samkvæmt frétt Mail Online heitir maðurinn Guy Ben Shimon og bar hann vitni fyrir þingnefnd sem fjallaði um meðferð eftirlifenda Nova hátíðarinnar. Áherslan var á að finna hvar brotalamir væru í meðferð hins opinbera.

„Það vita fáir af því en það hafa verið næstum því 50 sjálfsvíg hjá eftirlifendum Nova hátíðarinnar. Þetta var að minnsta kosti talan fyrir tveimur mánuðum síðan. Hún gæti hafa hækkað síðan þá,“ sagði Shimon.

Nauðugir á geðdeild

Um 3500 gestir sóttu hátíðina sem haldin var rétt austan við Gasa ströndina. Hamas liðar réðust inn á hátíðina þann 7. október, drápu 364 gesti og tóku 40 gísla. Flestir gestir hátíðarinnar voru Ísraelar á þrítugs og fertugsaldri.

„Margir eftirlifendur hafa verið vistaðir nauðugir á geðdeild vegna andlegs ástands,“ sagði Shimon. „Sjálfur get ég ekki gert neitt. Ég þurfti að fá mér hund til þess að komast í gegnum daginn. Við viljum öll byrja að vinna aftur og eiga eðlilegt líf, en við getum ekkert gert án þess að fá aðstoð.“

Ísraelsk stjórnvöld hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir að aðstoða ekki eftirlifendur. Í janúar fullyrti talsmaður ísraelska heilbrigðisráðuneytisins að engin aukning hefði verið í sjálfsvígstölum eftir 7. október. Þá hafa sjúkratryggingar verið tregar til þess að viðurkenna örorku og bótarétt eftirlifenda þrátt fyrir lýsingar á miklum andlegum erfiðleikum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“