fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Rússnesk herþota var skotin niður yfir Krím – Dæmi um þann vanda sem steðjar að Rússum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 11. apríl 2024 04:10

Rússneskar Mig-29 orustuþotur. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 28. mars síðastliðinn var rússnesk herþota skotin niður yfir Krím. Í kjölfarið viðurkenndi Mikail Razvozjajev, héraðsstjóri í Sevastopol, að það hefðu verið rússneskir hermenn sem skutu hana niður og að líklega hefði verið um tæknileg mistök að ræða. Flugmaðurinn lifði af að hans sögn.

Breska varnarmálaráðuneytið fjallaði nýlega um málið í daglegri stöðufærslu sinni um gang stríðsins og benti á að áður en þetta gerðist hafi Úkraínumenn gert árásir við Sevastopol og í Svartahafi sem hafi „mjög líklega orðið til þess að viðbúnaðarstig rússneskra loftvarnarsveita var hækkað“.

Eftir þetta hafa borist fréttir af fleiri svona dæmum en þau hafa ekki verið staðfest opinberlega af rússneskum embættismönnum.

Bretarnir komast að þeirri niðurstöðu í stöðufærslu sinni að það sé „raunhæfur möguleiki á að aukinn pressa og spenna meðal rússneskra loftvarnarsveita hafi í för með sér að þær skjóti eigin flugmenn og flugvélar óvart niður“.

Rússar hafa ekki tjáð sig um þetta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“