Breska varnarmálaráðuneytið fjallaði nýlega um málið í daglegri stöðufærslu sinni um gang stríðsins og benti á að áður en þetta gerðist hafi Úkraínumenn gert árásir við Sevastopol og í Svartahafi sem hafi „mjög líklega orðið til þess að viðbúnaðarstig rússneskra loftvarnarsveita var hækkað“.
Eftir þetta hafa borist fréttir af fleiri svona dæmum en þau hafa ekki verið staðfest opinberlega af rússneskum embættismönnum.
Bretarnir komast að þeirri niðurstöðu í stöðufærslu sinni að það sé „raunhæfur möguleiki á að aukinn pressa og spenna meðal rússneskra loftvarnarsveita hafi í för með sér að þær skjóti eigin flugmenn og flugvélar óvart niður“.
Rússar hafa ekki tjáð sig um þetta.