fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
Fréttir

Rússnesk herþota var skotin niður yfir Krím – Dæmi um þann vanda sem steðjar að Rússum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 11. apríl 2024 04:10

Rússneskar Mig-29 orustuþotur. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 28. mars síðastliðinn var rússnesk herþota skotin niður yfir Krím. Í kjölfarið viðurkenndi Mikail Razvozjajev, héraðsstjóri í Sevastopol, að það hefðu verið rússneskir hermenn sem skutu hana niður og að líklega hefði verið um tæknileg mistök að ræða. Flugmaðurinn lifði af að hans sögn.

Breska varnarmálaráðuneytið fjallaði nýlega um málið í daglegri stöðufærslu sinni um gang stríðsins og benti á að áður en þetta gerðist hafi Úkraínumenn gert árásir við Sevastopol og í Svartahafi sem hafi „mjög líklega orðið til þess að viðbúnaðarstig rússneskra loftvarnarsveita var hækkað“.

Eftir þetta hafa borist fréttir af fleiri svona dæmum en þau hafa ekki verið staðfest opinberlega af rússneskum embættismönnum.

Bretarnir komast að þeirri niðurstöðu í stöðufærslu sinni að það sé „raunhæfur möguleiki á að aukinn pressa og spenna meðal rússneskra loftvarnarsveita hafi í för með sér að þær skjóti eigin flugmenn og flugvélar óvart niður“.

Rússar hafa ekki tjáð sig um þetta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Allir íbúar sem þurftu að yfirgefa Grindavík geti kosið þar

Allir íbúar sem þurftu að yfirgefa Grindavík geti kosið þar
Fréttir
Í gær

Allt vitlaust út af yfirstrikunum í Epstein-skjölunum – Birtingin gæti komið Trump í enn meiri vanda

Allt vitlaust út af yfirstrikunum í Epstein-skjölunum – Birtingin gæti komið Trump í enn meiri vanda
Fréttir
Í gær

Hafliði hvetur fólk til að hafa þetta í huga þegar það kaupir í matinn fyrir jólin

Hafliði hvetur fólk til að hafa þetta í huga þegar það kaupir í matinn fyrir jólin
Fréttir
Í gær

Líkamsárás í Kópavogi – Nefbraut konu

Líkamsárás í Kópavogi – Nefbraut konu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján Sívarsson fær ekki að áfrýja til Hæstaréttar – Olli höfuðkúpubroti konu

Kristján Sívarsson fær ekki að áfrýja til Hæstaréttar – Olli höfuðkúpubroti konu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verðkönnun á jólabókum: Þarna finnurðu oftast lægsta verðið

Verðkönnun á jólabókum: Þarna finnurðu oftast lægsta verðið