fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Frænkan tryggði lottóvinninginn – Annar vinningshafi finnst ekki

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 27. mars 2024 10:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fréttatilkynningu frá Íslenskri getspá kemur fram að íslensk kona sem er búsett á Norðurlöndunum var ein með allar tölur réttar í Lottó laugardaginn 16. mars síðastliðinn og fékk fyrsta vinning því alveg óskiptan, rétt tæpar 9 skattfrjálsar milljónir. Konan sem vinnur í heilbrigðisgeiranum, kom til landsins á dögunum til að taka á móti stóra vinningnum. Hún kaupir reglulega miða með Lottó-appinu og segir það ákveðna leið til að halda tengslum við landið sitt og alveg sérstaklega gaman að gera sér ferð hingað núna af þessu tilefni í kringum páskana.

Í tilkynningunni segir enn fremur að þessi lukkunnar pamfíll hafi boðið ungri frænku sinni með til að vitja vinningsins hjá Íslenskri getspá enda hafði sú heppna hingað til mest spilað með sömu tölurnar, en í þetta skipti hafi hún bætt afmælisdegi frænkunnar inn í happatölurnar – sem hafi gert útslagið. Það hafi verið svo skemmtileg auka-tilviljun að sú sem fékk fyrsta vinning eigi sama afmælisdag, og sá sem fékk bónusvinninginn þennan saman laugardag.

Í tilkynningunni er þess einnig getið að vinningshafinn sem var með allar tölur réttar síðastliðinn laugardag (23. mars) hafi enn ekki gefið sig fram við Íslenska getspá. Vinningsmiðinn hafi sömuleiðis verið keyptur í appinu en þar séu einungis skráðar upplýsingar um heimasíma, sem aldrei sé svarað í, og netfang sem sé greinilega ranglega skráð eða orðið óvirkt. Spilarar sem nota appið séu því hvattir til að kíkja í símann og gá hvort þar leynist nokkuð fyrsti vinningur, upp á tæpar 9 milljónir króna frá síðasta laugardegi.

Að lokum segir í tilkynningunni:

„Starfsfólk Getspár/Getrauna óskar vinningshöfunum innilega til hamingju og þakkar um leið veittan stuðning sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir fatlað fólk, sem og íþrótta- og ungmennafélögin í landinu þar sem þau njóta góðs af allri sölu Lottó.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar