fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Salvör ætlar ekki í forsetaframboð þrátt fyrir mikla hvatningu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 23. mars 2024 20:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Salvör Nordal, umboðsmaður barna, hefur undanfarið hugleitt forsetaframboð, eftir að hafa fengið margar áskoranir um að bjóða sig fram.

Þann 5. mars ræddi hún þetta stuttlega við DV og sagðist ákveða sig á næstu tveimur vikum. Í dag birti hún yfirlýsingu um málið á Facebook-síðu sinni og mynd af niðurstöðu könnunar sem bendir til að margir telji hana eiga erindi í embættið. Hún segir engu að síður hafa ákveðið að bjóða sig ekki fram:

„Ég velti fyrst fyrir mér hlutverki embætti forseta Íslands af alvöru þegar ég tók þátt í líflegum umræðum um efnið í stjórnlagaráði á sínum tíma. Þá var tekist á um stjórnskipulega stöðu embættisins, samspili við aðra valdþætti og tengsl við lýðræðislega aðkomu almennings. Í framhaldinu skrifaði ég fræðigreinar m.a. um embættið sem valdtemprandi þátt í stjórnskipuninni og um þjóðaratkvæðagreiðslur. Ég hef í gegnum árin fengið hvatningu frá fjölmörgum um að fara í forsetakjör og á síðustu vikum tók ég mér tíma til að hugsa þetta aftur ekki síst í ljósi könnunar sem sýndi að ég gæti átt erindi í slaginn. Niðurstaðan er nú sem fyrr að bjóða mig ekki fram. Vissulega styttist í að ég ljúki tíma mínum sem umboðsmaður barna en þar eru fjölmörg mikilvæg verkefni framundan og einnig bíða ýmis hugðarefni tengd siðfræði, stjórnarskrármálum og lýðræði. Ég þakka innilega hlýjar kveðjur og hvatningu á síðustu vikum. Þær munu verða mér mikilvæg hvatning á öðrum vettvangi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“