fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Kate Middleton stígur fram og opinberar krabbameinsgreininguna – „Þetta hafa verið ótrúlega erfiðir mánuðir“

Fókus
Föstudaginn 22. mars 2024 18:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miklar vangaveltur hafa átt sér stað um prinsessuna Kate Middleton síðan hún fór í veikindaleyfi eftir að hafa gengist undir aðgerð af ótilgreindum ástæðum.

Konungsfjölskyldan sagði prinsessuna aðeins ætla að taka sér góðan tíma til að jafna sig eftir aðgerð, en væri þó við góða heilsu og allt í blóma. Hún kæmi aftur eftir páska og ekki yrðu veittar frekari upplýsingar um hagi hennar.

Ekki var greint frá því hvers eðlis veikindin voru, og fljótlega fóru samsæriskenningar á flug. Prinsessan hafi síðast sést opinberlega í desember og margar vikur væru liðnar frá því að hún gekkst undir aðgerð sem var sögð fremur hefðbundin. Höllin vildi ekki tjá sig frekar í málinu og fór svo að upplýsingaóreiða varð töluverð og konungsfjölskyldan skömmuð fyrir leyndarhyggju.

Nú hefur Kate stigið fram og opinberað að hún er með krabbamein og hefur undanfarna mánuði verið í lyfjameðferð.

„Þetta hafa verið ótrúlega erfiðir mánuðir fyrir alla fjölskylduna okkar en ég er með æðislegt teymi lækna sem hafa séð um mig og fyrir það er ég ótrúlega þakklát. “

Kate greinir frá því að í janúar hafi hún gengist undir aðgerð á kvið. Á þeim tíma hafi hún glímt við heilsubrest, en ekki var talið að um krabbamein væri að ræða.

Aðgerðin hafi heppnast vel en því miður hafi læknar fundið krabbamein. Að ráði lækna hafi Kate þurft að jafna sig sem fyrst eftir aðgerðina til að gangast undir fyrirbyggjandi lyfjameðferð.

Þetta hafi verið reiðarslag fyrir fjölskylduna og þá sérstaklega fyrir börn Kate og Vilhjálms prins. Þess vegna hafi Kate ekki opinberað greininguna fyrr.

„Eins og þið getið rétt ímyndað ykkur hefur þetta tekið tíma. Það tók mig tíma að jafna mig eftir stóra aðgerð svo ég gæti byrjað í lyfjameðferð. En mestan tíma hefur það tekið að útskýra þetta fyrir George, Charlotte og Louis með viðeigandi hætti, og að fullvissa þau um að ég muni ná mér.

Við vonum að þið getið skilið að sem fjölskylda þá þurfum við núna að fá tíma, rými og frið á meðan ég klára meðferðina. Vinna mín hefur ávallt fært mér ómælda gleði og ég hlakka til að snúa til baka þegar ég get, en sem stendur verð ég að einbeita mér að batanum.“

Eins og margir muna þá er stutt síðan tengdafaðir Kate, Karl Bretakonungur, opinberaði sína krabbameinsgreiningu. Þetta hafa því verið erfiðir mánuðir hjá konungsfjölskyldunni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“