fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Eigandi Noodle Station þarf að greiða þrotabúinu yfir 50 milljónir króna

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 21. mars 2024 16:00

Veitingastaðurinn er enn í rekstri og eigandinn er sá sami en hann rekur staðinn undir nýrri kennitölu. Mynd: Já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Charin Thaiprasert, eigandi veitingastaðarins Noodle Station að Bæjarhrauni 4 í Hafnarfirði, var í dag dæmdur til að greiða þrotabúi félagsins 54.489.113 krónur auk dráttarvaxta. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness og var þar gengið að öllum kröfum þrotabúsins. Málið á sér nokkuð langan aðdraganda því Charin Thaiprasert var birt stefna þrotabús Noodle Station ehf. í nóvember árið 2022.

Kennitöluflakk – Sagði skuld byggja á gölluðu bókhaldi

Fyrirtæki Charin Thaiprasert, Noodle Station ehf., var tekið til gjaldþrotaskipta árið 2022 að beiðni Skattsins. Charin var eini eigandinn, stjórnarformaður, framkvæmdastjóri og prókúruhafi í félaginu. Á sama tíma rak hann tvo aðra veitingastaði. Í kjölfar gjaldþrotsins stofnaði hann síðan Noodle Station Iceland ehf. og rak veitingastaðinn að Bæjarhrauni 4 áfram, á kennitölu nýja félagsins.

Þrotabúið taldi ýmsa gerninga Charins ekki standast lög og reglur. Hluti af kröfunni er vegna bókfærðrar skuldar hans við félagið upp á 11.43.326 krónur. Charin neitaði fyrir þetta og sagði skuldina hafa orðið til vegna gallaðs bókhalds sem sé rangt fært í öllum meginatriðum. Um þetta segir í niðurstöðukafla dómsins:

„Í framlögðu yfirliti yfir hreyfingar lánardrottna sem er frá 31. janúar 2017 til og með 30. júní 2021 eru margar færslur bókaðar sem útborguð laun til stefnda en auk þess er fjöldi færslna án skýringa utan að nafn stefnda er skráð við þær. Þá eru einnig úttektir úr hraðbanka og Costco skýringar. Stefndi kvað fyrir dóminum að þessar færslur væru allar rangar og að ekkert tillit væri tekið til innborgana inn á bankareikninga stefnanda vegna þessarar dómkröfu.

Skýringar stefnda um að sá sem sá um bókhald stefnanda á þessum tíma eigi sök á þessum færslum eru með öllu ósannaðar. Þá kom nefndur bókari ekki fyrir dóminn til að staðfesta skýringar stefnda. Eru þær því að engu hafandi. Þá kvaðst stefndi aðspurður ekki hafa vitað að það þyrfti að geta skýringa í bókhaldi við úttektir.“

Úttektir af bankareikningum, millifærslur milli félaga og fasteignabrask

Þrotabúið gerði kröfu um skaðabætur frá Charin vegna þess að hann tók fé af bankareikningum Noodle Station ehf., samtals 6.775.000 krónur. Hann neitaði kröfunni og sagði að innborganir inn á reikninga frá honum kæmu á móti kröfunni. Þessu var dómari ekki sammála og studdist við bankayfirlit sem þrotabúið lagði fram fyrir dómi. Sagði dómari engar skýringar vera á umræddum millifærslum og það sé ósannað að Charin hafi endurgreitt þessar úttektir eins og hann heldur fram. Var honum því gert að greiða skaðabætur til þrotabúsins vegna tjóns sem hann hefði bakað því með þessum úttektum.

Ennfremur varð gerð krafa á Charin vegna þess að hann hafði lagt kaupsamningsgreiðslu vegna sölu á fasteign að Mýrargötu í Reykjavík, í eigu Noodle Station ehf.,  inn á eigin reikning, var upphæðin rúmlega 6,7 milljónir króna. Charin sagðist hafa notað peningana til að greiða skattaskuld fyrirtækisins en engin gögn fundust um þá greiðslu.

Þrotabúið krafðist einnig skaðabóta frá Charin vegna sölu á fasteignum í eigu félagsins að Bæjarhrauni 4 og Bæjarhrauni 24 í Hafnarfirði. Fasteignirnar runnu inn í önnur félög í eigu Charins og ekki fundust gögn um að greitt hefði verið fyrir þær. Sakaði þrotabúið hann um að koma undan fasteignum úr félaginu rétt fyrir yfirvofandi gjaldþrot. Var það niðurstaða dómsins að Charin hefði bakað sér skaðabótaskyldu með þessum gjörningi.

Charin var einnig krafinn um að endurgreiða fjárhæðir sem millifærðar voru af reikningi gjaldþrota félagsins til tveggja félaga í hans eigu, Noodle Station Iceland ehf. og Síam ehf. Að mati dómara voru þessar greiðslur tilhæfulausar og var hér gengið að kröfu þrotabúsins rétt eins og öðrum kröfum þess í málinu.

Niðurstaðan er sú að Charin Thaiprasert er dæmdur til að greiða þrotabúi Noodle Stations ehf. tæplega 55 milljónir króna, eða 54.489.113 krónur. Hann er einnig dæmdur til að greiða þrotabúinu þrjár milljónir króna í málskostnað.

Dóminn má lesa hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“