Þetta kemur fram í daglegri umfjöllun breska varnarmálaráðuneytisins um gang stríðsins í Úkraínu.
Segir ráðuneytið að Úkraínumenn hafi gert drónaárás á viðgerðarstöð í Taganrog í Rostov-héraðinu um síðustu helgi. Í stöðinni var viðhaldi og viðgerðum á A-50 flugvélum flughersins sinnt en að mati Bretanna hafði stöðinni einnig „breiðari taktíska þýðingu“ fyrir Moskvu.
„Þessi árás sýnir að Úkraínumenn geta enn hæft mikilvæg skotmörk í Rússlandi, þrátt fyrir að slík skotmörk séu talin vera varin. Skiptir þá engu hvort það er í lofti eða á landi,“ segir í umfjöllun Bretanna.