fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

Pútín sendir hermenn að finnsku landamærunum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 13. mars 2024 08:00

Pútín er ekki í uppáhaldi hjá öllum samlöndum sínum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, segir Rússar muni senda hermenn og hergögn að finnsku landamærunum vegna inngöngu Finna í NATÓ.

Þetta segir hann í stóru viðtali við rússnesku ríkisfréttastofuna RIA og ríkissjónvarpsstöðina Rossyia-1. Hann segir einnig að innganga Finna og Svía í NATÓ sé „tilgangslaust skref“.

„Þetta er algjörlega tilgangslaust skref (fyrir Finnland og Svíþjóð, innsk. blaðamanns) út frá sjónarhorninu um að tryggja þjóðarhagsmuni sína. Við vorum ekki með hersveitir þar (við finnsku landamærin, innsk. blaðamanns) en nú verða þeir þar. Það voru ekki vopnakerfi þar, nú verða þau þar,“ sagði Pútín.

Finnar fengu aðild að NATÓ í apríl á síðasta ári en Svíar í síðustu viku.

Finnland á 1.340 km löng landamæri að Rússlandi.

Pútín segir einnig í viðtalinu að Rússar séu reiðubúnir til að beita kjarnorkuvopnum ef fullveldi landsins sé ógnað og að þeir hafi aldrei haft neina þörf fyrir að beita kjarnorkuvopnum í Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Súlunesmálið: Dómur er fallinn yfir Margréti Löf fyrir morð og stórfellda líkamsárás

Súlunesmálið: Dómur er fallinn yfir Margréti Löf fyrir morð og stórfellda líkamsárás
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Dóra Björt yfirgefur Pírata og gengur í Samfylkinguna

Dóra Björt yfirgefur Pírata og gengur í Samfylkinguna
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Líflegar umræður eftir að Stefán Máni sagði það pólitískan réttrúnað að segja „gleðilega hátíð“ – „Þetta er innflutt tuð“

Líflegar umræður eftir að Stefán Máni sagði það pólitískan réttrúnað að segja „gleðilega hátíð“ – „Þetta er innflutt tuð“
Fréttir
Í gær

Verulega ósátt við Heiðu – Segja hana hafa breytt reglum upp á sitt eindæmi

Verulega ósátt við Heiðu – Segja hana hafa breytt reglum upp á sitt eindæmi