fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Póstþjónusta í jarðhræringum

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 13. mars 2024 16:37

Pósthúsið í Reykjanesbæ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kastljósið hefur beinst að Reykjanesskaganum undanfarna mánuði og eins og flestum er kunnugt hefur nánast öll þjónusta lagst af í Grindavík, þar á meðal póstþjónusta. 

„Við erum enn með póstbox í Grindavík en það er lokað eins og er. Allar sendingar sem berast fólki sem er enn með skráð heimilisfang í Grindavík fara á pósthúsið hér í Reykjanesbæ,“segir Elín Björg Guðmundsdóttir, rekstrarstjóri Póstsins á Suðurnesjum í tilkynningu.

Hún tekur þó fram að margir hafi breytt afhendingarvali sínu og enn sé verið að áframsenda pakka Grindvíkingum að kostnaðarlausu.

„Við mælum með að þau sem hafa nýtt heimilisfang, jafnvel bara tímabundið, skrái sig inn á Mínar síður og uppfæri þessar upplýsingar því þá er styttra að fara eftir pakkanum.“ 

Elín Björg Guðmundsdóttir, rekstrarstjóri Póstsins á Suðurnesjum.

Tóku upp tólið

Nokkurt magn af bréfapósti hefur safnast upp á pósthúsinu í Reykjanesbæ. „Við tókum upp á því að hringja í fólk til að láta það vita af því að þess bíði bréf hér á pósthúsinu. En það er best að láta áframsenda póstinn á nýtt heimilisfang og muna að merkja lúguna svo pósturinn rati á réttan stað,“ segir Elín Björg.

Best nýttu póstbox landsins

Allmargir úr Grindavík völdu að fá sendingarnar sínar í póstbox í Reykjanesbæ. „Starfsfólkið hér á hrós skilið því það hefur verið mjög duglegt að kynna póstboxin fyrir fólki. Póstboxin í Reykjanesbæ eru enda með þeim best nýttu. Þau eru orðin fimm talsins á Suðurnesjum, póstboxið við Orkuna í Njarðvík, Nettó á Iðavöllum, Kjörbúðina í Sandgerði, við Bæjarskrifstofurnar í Vogum og við pósthúsið hér í Keflavík. Fyllt er á boxin alla daga nema sunnudaga svo sendingarnar berast fljótt. Suðurnesjamenn eru ánægðir með að geta sótt pakkana sína á öllum tímum sólarhringsins í næsta nágrenni,”segir hún.

Grænn Reykjanesskagi

Elín Björg segist líka hreykin af því að Pósturinn sé kominn lengst í orkuskiptum á Reykjanesskaganum. „Frá því í haust hefur allt Reykjanesið verið „grænt“ því sendingarnar hér eru eingöngu fluttar með rafmagnsbílum. Og það skal tekið fram að farartækin okkar fara um 8000 km á mánuði svo það munar um minna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“