fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Interpol lýsir eftir Stefáni

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 13. mars 2024 16:26

Stefán Ingimar Koeppen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vekur athygli á frétt á heimasíðu Interpol þar sem lýst er eftir íslenskum karlmanni, Stefáni Ingimar Koeppen Brynjarssyni, 48 ára.

Eftirlýsingin er birt að beiðni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er tilkomin vegna rannsóknar á innflutningi og dreifingu fíkniefna.

Þau sem geta veitt upplýsingar um Stefán Ingimar Koeppen Brynjarsson, ferðir hans eða dvalarstað, eru vinsamlegast beðin um að hafa samband við lögreglu í síma 444 1000, en upplýsingum má einnig koma á framfæri i tölvupósti á netfangið abending@lrh.is.

Árið 2019 birti DV yfirlit yfir Íslendinga sem sátu þá í fangelsum erlendis. Var Stefán einn þeirra. Stefán var handtekinn í Cancún í Mexíkó í október 2016 grunaður um fíkniefnasmygl. Fjallað var um handtöku hans í þarlendum fjölmiðlum en þar kom ekki fram hvers konar fíkniefni var um að ræða eða hversu mikið magn. Eftir handtökuna var Stefán fluttur í Cefereso-fangelsið í Perote. Í samtali við DV á þeim tíma sagðist Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn ekki kannast við málið og þá reyndist málið heldur ekki á skrá hjá borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins. Sagði í yfirliti DV árið 2019 að engar upplýsingar hafi borist um dóm yfir Stefáni og er því mögulegt að hann sé í haldi yfirvalda í Mexíkó. Það var þó ekki staðfest.

Sjá einnig: Þetta eru Íslendingarnir sem eru í fangelsum erlendis

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“