Í fréttatilkynningu sem lögreglan sendi frá sér í nótt kemur fram að vitað sé að tengsl séu á milli hinnar látnu og hinna handteknu en ekki sé hægt að skýra frá ástæðu morðsins að svo stöddu. Málið verði rannsakað ofan í kjölinn og öll atburðarásin kortlögð.
Það var klukkan 22.10 í gærkvöldi sem lögreglunni var tilkynnt að stúlka lægi stórslösuð við dælistöð hitaveitunnar i Hjallerup. Þegar að var komið var stúlkunni veitt lífsbjargandi aðstoð en ekki tókst að bjarga lífi hennar og var hún úrskurðuð látin á vettvangi.
Hin handteknu voru handtekin skömmu eftir að stúlkan fannst að sögn Jótlandspóstsins.
Lögreglan hefur verið við vettvangsrannsókn í alla nótt og verður áfram fram eftir degi. Auk þess eru lögreglumenn að störfum annars staðar í bænum og nota meðal annars hunda við rannsóknina.