fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Sviðin jörð Samherja í Namibíu dregin fram í frásögnum þolenda – „Það er eins og ég sé dáinn, en ég er samt lifandi“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 11. mars 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samherjamálinu er hvergi nærri lokið. Hvorki hér heima eða úti í Namibíu. Fimm manna teymi frá embætti Héraðssaksóknara hélt til Namibíu snemma á þessu ári og tóku þá þátt í yfirheyrslum vitna og fyrir helgi birtist skýrsla félagasamtakanna The Institute for Public Policy Research (IPPR) um áhrif Samherjamálsins, eða Fishrot-málsins eins og það er líka kallað, á samfélagið í Namibíu. Talið er að starfsemi Samherja og namibísku stofnunarinnar Fishcor, hafi kostað um þúsund manns vinnuna. Margir hafa enn í dag ekki fundið sér nýtt starf, lifa langt undir fátæktarmörkum og geta ekki sent börn sín í skóla. IPPR og viðmælendur þeirra skora á Samherja að rétta hlut þeirra sem háttsemi þeirra í Namibíu skaðaði. 

Namibian fjallað um skýrslu IPPR í gær og voru þar dregnar fram sláandi frásagnir, en titill skýrslunnar er einmitt: „Við erum þau sem þjáðumst mest“.

„Mér líður hryllilega. Mig langar til að kaupa hluti, en það eru engir peningar. Mig langar til að gifta mig, en það eru engir peningar,“ þetta er haft eftir sjómanninum Thomas Haimbala. Hann starfaði hjá lítilli fiskvinnslu sem missti rekstrargrundvöll sinn eftir að Fishcor innkallaði aflaheimildir. Um er að ræða opinbert félag sem fer með sjávarútvegsmál. Því er haldið fram að Fischor hafi innkallað aflaheimildir og svo hafi fjársterk félög á borð við Samherja greitt mútur til að fá úthlutun. Þar með hafi kvótinn safnast á færri hendur og minni útgerðir farið á hausinn.

Ekki er óþekkt í Namibíu að vera með marga munna að seðja. Haimbala er gott dæmi um slíkt. Hann er ekki bara með börnin sín á sínu framfæri heldur móður sína, átta systkini sín og svo ógifta frænku ásamt börnum hennar sjö. Hann var sjómaður í um áratug og segir að þessi tími hafi verið frábær. Hann átti nóg í sig og á, sem skiptir hann þó minna máli en að hafa verið nógu aflögufær til að deila tekjum sínum með öðrum. Hann var farinn að safna múrsteinum til að reisa handa móður sinni hús og keypt búfé til færa út kvíarnar í smá landbúnað. En nú er litla hjörðin hans horfin og hús móður hans verður líklega aldrei reist. Nú býr hann í sára fátækt, gengur á milli staða til að reyna að finna vinnu og sefur á nóttinni í rafmangslausum kofa með fjórum öðrum fyrrverandi sjómönnum sem eru í sömu stöðu. Gjarnan fara þeir svangir í háttinn.

Lifandi dauður

„Það er eins og ég sé dáinn, en ég er samt lifandi,“ segir sjómaðurinn Abraham Abrahams í skýrslunni. Abraham starfaði á skipinu Geysir á vegum Saga Seafood, dótturfélags Samherja. Þegar Abraham var við störf var hann bjartsýnn og dreymdi stóra drauma. Þessir draumar urðu að engu í Samherjamálinu og nú segir Abraham ekki óvanalegt að hann sé að finna uppi í rúmi sínu grátandi.

Job Timotheus starfaði einnig um borð í Geysi og tekur undir með Abraham að lífið hafi verið ljúft, enda var allt svo auðvelt. Timotheus hefur ekki fundið vinnu síðan Samherjamálið kom upp og getur ekki séð fyrir sjálfum sér eða stórfjölskyldunni.

ArticNam var svo samstarfsverkefni Samherja og þriggja namibískra félaga. Þar var gert út skipið Heinaste og þar um borð vann Martin Sakeus. Hann á í dag erfitt með að sætta sig við aðstæður sínar. „Lífið er erfitt, virkilega erfitt.“

Samkvæmt höfundum skýrslunnar eru þetta raunverulegir þolendur Samherjamálsins. Fótunum hafi verið kippt undan tilveru þeirra og fjölskyldna. Þessir menn heimti afsökunarbeiðni og heimti sanngirnisbætur. Þeir skora á Samherja að ganga að samningaborðinu við yfirvöld í Namibíu, gangast við brotum sínum og rétt hlut þolenda sinna.

„Þeir verða að biðjast afsökunar, því þeir eyðilögðu líf okkar.“

Þurfa ná til Íslands

Framkvæmdastjóri IPPR, Graham Hopwood, segir í samtali við Namibian að skýrslunni sé ætla að vekja athygli á þeim skaða sem málið hefur valdið. IPPR skorar á Samherja að biðjast afsökunar á hlut sínum í málinu og hvetja félagið til að greiða sanngirnisbætur til þeirra einstaklinga og samfélaga hafa orðið fyrir tjóni. Samtökin hafa unnið að gerð skýrslunnar síðan 2020 en þar er ljósi varpað á tilfinningalegt tjónið sem málið hefur valdið. Næst er til skoðunar að taka fyrir fjárhagslega tjónið.

Samtökin vonast eftir að Ísland heyri kall þeirra. Blaðakonan Ester Mbathera er ein þeirra sem tók skýrsluna saman. Hún segir að tjónið fyrir þolendur sé í raun ómælanlegt, bæði fjárhagslegt og tilfinningalegt. Þeir hafi að auki verið sviptir einum mikilvægustu réttindum sínum, mannlegri reisn. „Þeir missti húsin, lifibrauðið og geta ekki kostað til menntun barna sinna. Þeir misstu reisnina. Þeir búa í kofum þar sem hreinlæti er ábótavant. Þeir draga fram lífið af því að borða brauð og vatn eða graut. Hjónabönd og sambönd hafa runnið út í sandinn.“

IPPR ræddi við 40 sjómenn við vinnslu skýrslunnar en ákváðu að draga sérstaklega sögur sjómanna frá Walvis Bay til að sýna áhrifin sem Samherjamálið hafði á samfélagið í heild sinni. Walvis Bay var staður þar sem sjómenn nutu virðingar enda er Walvis Bay sjávarþorp. Allt atvinnulífið snerist um útgerð og þangað flutti fólk í leit að nýju lífi. Bæjarstjórinn Trevino Forbes segir stöðuna aðra í dag. Nú komi fólk ekki til Walvis í leit að betra lífi, nú kemur fólk til Walvis til að þjást. Velmegun hefur vikið fyrir fátækt.

Mannorð sjómanna sé í rúst. Konur kæri sig ekki um að giftast þeim því þeir gætu misst vinnuna hvað og hvenær. Sjómenn séu ekki lengur fyrirvinna heldur birgði á fjölskyldum sínum. Fyrir Samherja-málið voru engin fátæktarhverfi í Walvis, en nú eru komin kofa hverfi sem kallast Twaloloka. Með neyðinni hefur glæpum fjölgað, fíkniefni orðið meira áberandi og fólk farið að betla. Sjávarþorp með gjöfulum miðum rétt utan við ströndina upplifir nú hungur. Fólk sem áður fékk fiskinn beint úr sjónum endurgjaldslaust þarf nú að fara í búð og kaupa hann.

Segir í lokaorðum skýrslunnar:

„Allir viðmælendur voru á sama máli – Íslenska útgerðin Samherji þar að gjalda fyrir sviðnu jörðina sem þeir skildu eftir í Walvis Bay.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“