fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

„Heyrðu, af hverju komstu ekki fyrir löngu síðan? Þú ert á síðasta snúning til að fá lækningu“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 6. mars 2024 13:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, segist hafa hitt fólk sem hefur þurft að bíða í mánuði eftir því að fá tíma hjá heimilislækni.

Guðmundur gerði umræðu í Silfrinu á mánudagskvöld að umtalsefni í umræðum um störf þingsins á Alþingi í gær. Þeir sem þar voru hafi allir virst vera á því að þeir getu fengið heimilislækni ef þeir þyrftu á að halda.

„En ég er búinn að vera að hitta fólk sem fór til heimilislæknis og ætlaði að reyna að fá tíma. Það tók ekki vikur, það tók mánuði að fá tíma hjá heimilislækni,“ sagði Guðmundur Ingi og bætti við að þegar viðkomandi komst loksins til heimilislæknis hafi skilaboðin verið á þessa leið:

„Þú þarft að fara til sérfræðings, þú ert alvarlega veikur. Hvað tók þá við? Jú, þrisvar til fjórum sinnum lengri bið eftir sérfræðingnum heldur en var beðið eftir heimilislækni. Þegar viðkomandi fékk loksins tíma hjá sérfræðingnum, hvað skeði þá? Sérfræðingurinn horfði á viðkomandi og sagði: Heyrðu, af hverju komstu ekki fyrir löngu síðan? Þú ert á síðasta snúning til að fá lækningu. Viðkomandi var að verða fyrir tjóni, líkamlegu og heilsufarslegu tjóni, vegna þess kerfis sem við höfum byggt upp, sem ríkisstjórnin ber ábyrgð á,“ sagði hann í ræðu sinni.

Spurði hann að lokum hvort ekki væri kominn tími til þess að ríkisstjórnin hysjaði upp um sig buxurnar og sjái til þess að þeir sem þurfa heilbrigðisþjónustu á Íslandi fái hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“