fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Eva Sjöfn: „Við þurfum átak í fræðslu um þessa glæpi í skólum landsins“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 6. mars 2024 11:30

Eva Sjöfn Helgadóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við þurfum átak í fræðslu um þessa glæpi í skólum landsins og við þurfum að tryggja það að börn upplifi sig örugg að segja frá,“ sagði Eva Sjöfn Helgadóttir, varaþingmaður Pírata, í umræðum um störf þingsins á Alþingi í gær.

Lögregla varaði í vikunni við svokallaðri sæmdarkúgun en slík mál eru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Sagt var frá því að þolendur væru gjarnan ungir karlar, jafnvel á grunnskólaaldri, sem eru ginntir til að senda af sér kynferðislegar myndir í gegnum samfélagsmiðla, einkum Instagram og Snapchat. Viðtakandinn reynist svo ekki vera sá sem hann segist vera og krefst peninga, ella verði myndunum dreift áfram til annarra.

Eva Sjöfn kom inn á þetta mál í ræðu sinni og benti á að alveg frá því að snjallsímar og samfélagsmiðlar komu til sögunnar hafi orðið aukning á því að fólk sé kúgað með nektarmyndum og/eða kynlífsmyndböndum.

Nefndi hún að þeir drengir og stúlkur sem segja frá ofbeldinu eru bara lítið brot af þeim sem eru að verða fyrir kúgun.

„Börn sem lenda í slíku ofbeldi fara stundum í sjálfsásakanir, þau upplifa skömm og fara í niðurrif. Einmanaleikinn verður oft óbærilegur því að enginn skilur hvað þau eru að ganga í gegnum. Þau þora ekki að segja frá og biðja um hjálp. Þau upplifa mikið óöryggi og hafa áhyggjur af því hver hafi séð myndirnar og hvar þær séu niðurkomnar.“

Eva segir að þessa þróun beri að taka alvarlega og dæmi séu um einstaklinga sem hafa lent í stafrænu kynferðisofbeldi sem börn og hafa tekið líf sitt seinna á lífsleiðinni. „Þetta er leyndur faraldur og hann er hljóður en hann er grafalvarlegur og getur haft langvarandi áhrif á líf fólks ef við erum ekki meðvituð um skaðann,“ sagði Eva.

Kallaði hún eftir því að lög taki mið af alvarlegum afleiðingum á einstaklinga sem verða fyrir kúgun.

„Réttarkerfið tekur ekki nógu hratt og vel á þessum málum og ekki er nægilega vel tekið utan um þolendur. Þolendur eiga skilið svo miklu meira eftir allar þjáningarnar sem þau hafa þurft að upplifa. Við þurfum átak í fræðslu um þessa glæpi í skólum landsins og við þurfum að tryggja það að börn upplifi sig örugg að segja frá. Við þurfum að vinna markvisst að því að eyða þolendaskömm. Hjálpum þolendum að skila skömminni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum
Talaði Trump af sér?