fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Dæmdur fyrir peningaþvætti – Var á leið úr landi með milljónir í peningum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 6. mars 2024 14:30

Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt erlendan karlmann í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti.

Maðurinn var ákærður fyrir að hafa á tímabilinu 26. nóvember til 4. desember 2022 tekið við samtals 21 þúsund evrum og 10 þúsund dollurum í reiðufé frá óþekktum aðila eða aðilum.

Var maðurinn með reiðuféð, sem nam 4,5 milljónum króna, í vörslu sinni þegar hann var handtekinn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar 4. desember 2022 á leið til Póllands.

Í ákæru kemur fram að manninum hafi ekki getað dulist að um væri að ræða ávinning af refsiverðum brotum. Þá leyndi hann upplýsingum um uppruna, eðli, staðsetningu og ráðstöfun hans.

Maðurinn mætti ekki við þingfestingu málsins og hafði ekki boðað forföll.

Dómara þótti hæfileg refsing sex mánaða fangelsi en dómurinn er skilorðsbundinn til þriggja ára. Komi til afplánunar verður gæsluvarðhald sem maðurinn sætti frá 4. til 14. desember 2022 dregið frá. Loks var manninum gert að greiða þóknun verjanda síns 870 þúsund krónur og 62 þúsund krónur í aksturskostnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Gestur áhyggjufullur: Gæti reynst ástvinum hreinasta martröð

Gestur áhyggjufullur: Gæti reynst ástvinum hreinasta martröð
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Lögreglan varar við kræfum vasaþjófum – Fylgjast með fólki sem notar hraðbanka

Lögreglan varar við kræfum vasaþjófum – Fylgjast með fólki sem notar hraðbanka
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
Fréttir
Í gær

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Í gær

Borðvél sem þýðir bók á örfáum sekúndum

Borðvél sem þýðir bók á örfáum sekúndum
Fréttir
Í gær

Organista Glerárkirkju sagt upp störfum – „Ég var þrjóskur miðaldra karlmaður“

Organista Glerárkirkju sagt upp störfum – „Ég var þrjóskur miðaldra karlmaður“