fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Starfsmaður bandaríska flughersins ákærður fyrir að deila leynilegum upplýsingum á stefnumótasíðu

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 5. mars 2024 21:00

Bandarísk F-35 flugvél. Myndin tengist fréttinni ekki bein.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

63 ára starfsmaður bandaríska flughersins hefur verið ákærður fyrir að deila leynilegum upplýsingum á stefnumótasíðu. Hann komst í samband við manneskju, sem sagðist vera úkraínsk kona, og lét henni í té upplýsingar um varnarmál.

Bandaríska dómsmálaráðuneytið skýrði frá þessu í gær og segir að maðurinn, David Franklin Slater, hafi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald á föstudaginn. Hann mun koma fyrir dómara í dag.

Í ákærunni er honum gefið að sök að hafa deilt leynilegum upplýsingum með því að senda þær í tölvupósti og á spjallrásum. Snerust þessar upplýsingar um stríðið á milli Rússlands og Úkraínu.

Móttakandinn, sem kallaði Slater „leynilegan útsendara sinn“ og „leynilega upplýsingaást sína“  sagðist búa í Úkraínu. Ekki hefur verið skýrt frá nafni viðkomandi.

Slater var yfirlautinant í bandaríska hernum en lét af því starfi og gerðist borgaralegur starfsmaður. Starfsstöð hans var á herflugvelli í Nebraska.

Hann á allt að 30 ára fangelsi yfir höfði sér ef hann verður fundinn sekur um að hafa lekið leynilegum upplýsingum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum
Talaði Trump af sér?