Bandaríska dómsmálaráðuneytið skýrði frá þessu í gær og segir að maðurinn, David Franklin Slater, hafi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald á föstudaginn. Hann mun koma fyrir dómara í dag.
Í ákærunni er honum gefið að sök að hafa deilt leynilegum upplýsingum með því að senda þær í tölvupósti og á spjallrásum. Snerust þessar upplýsingar um stríðið á milli Rússlands og Úkraínu.
Móttakandinn, sem kallaði Slater „leynilegan útsendara sinn“ og „leynilega upplýsingaást sína“ sagðist búa í Úkraínu. Ekki hefur verið skýrt frá nafni viðkomandi.
Slater var yfirlautinant í bandaríska hernum en lét af því starfi og gerðist borgaralegur starfsmaður. Starfsstöð hans var á herflugvelli í Nebraska.
Hann á allt að 30 ára fangelsi yfir höfði sér ef hann verður fundinn sekur um að hafa lekið leynilegum upplýsingum.