fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Lögregla varar við og hvetur foreldra til að ræða við börn sín

Ritstjórn DV
Mánudaginn 4. mars 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur varað við svokallaðri sæmdarkúgun en slík mál eru nú til rannsóknar hjá embættinu.

Bent er á það að fjárkúganir taki á sig ýmsar myndir og er sæmdarkúgun (e. sextortions) ein þeirra.

„Þolendur eru gjarnan ungir karlar, jafnvel á grunnskólaaldri, sem eru ginntir til að senda af sér kynferðislegar myndir í gegnum samfélagsmiðla, einkum Instagram og Snapchat. Viðtakandinn reynist síðan ekki vera sá sem hann segist vera og krefst peninga, ella verði myndunum dreift áfram til annarra,“ segir í tilkynningu sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti á Facebook.

Að sögn lögreglu er um að ræða skipulagða brotastarfsemi og því full ástæða til að hafa varann á sér.

„Þetta er jafnframt ein af hættunum sem fylgja notkun samfélagsmiðla og nauðsynlegt er að foreldrar og forráðamenn ræði um við börnin sín,“ segir í skeyti lögreglu en þar er einnig vakin athygli á umfjöllun Vísis í morgun þar sem meðal annars var rætt við yfirmann kynferðisbrotadeildar lögreglu um mál af þessu tagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“