fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Lögregla varar við og hvetur foreldra til að ræða við börn sín

Ritstjórn DV
Mánudaginn 4. mars 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur varað við svokallaðri sæmdarkúgun en slík mál eru nú til rannsóknar hjá embættinu.

Bent er á það að fjárkúganir taki á sig ýmsar myndir og er sæmdarkúgun (e. sextortions) ein þeirra.

„Þolendur eru gjarnan ungir karlar, jafnvel á grunnskólaaldri, sem eru ginntir til að senda af sér kynferðislegar myndir í gegnum samfélagsmiðla, einkum Instagram og Snapchat. Viðtakandinn reynist síðan ekki vera sá sem hann segist vera og krefst peninga, ella verði myndunum dreift áfram til annarra,“ segir í tilkynningu sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti á Facebook.

Að sögn lögreglu er um að ræða skipulagða brotastarfsemi og því full ástæða til að hafa varann á sér.

„Þetta er jafnframt ein af hættunum sem fylgja notkun samfélagsmiðla og nauðsynlegt er að foreldrar og forráðamenn ræði um við börnin sín,“ segir í skeyti lögreglu en þar er einnig vakin athygli á umfjöllun Vísis í morgun þar sem meðal annars var rætt við yfirmann kynferðisbrotadeildar lögreglu um mál af þessu tagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“