En Rússar eiga mikið af hergögnum á lager, þar á meðal af brynvörðum ökutækjum á borð við skriðdreka. Raunar eiga þeir svo mikið af þeim að þeir eiga nóg í nokkur ár miðað við að þeir haldi áfram að missa svo mörg ökutæki í Úkraínu.
Þetta segir breska rannsóknarmiðstöðin International Institute for Strategic Studies í árlegri skýrslu sinni um stöðu hernaðarmála í heiminum. Sky News segir að í skýrslunni komi fram að rússnesk stjórnvöld hafi getað skipt á gæðum fyrir magn með því að sækja mörg þúsund gamla skriðdreka í geymslur. Þeir geti „hugsanlega haldið mikið tap út í þrjú ár og bætt það upp með skriðdrekum af lager“.
Í skýrslunni kemur fram að Rússar séu nú með 1.750 virka skriðdreka í notkun, þar á meðal marga sem eru margra áratuga gamlir og einnig nýja. Þeir eru sagðir eiga 4.000 til viðbótar í geymslum.