fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fréttir

Úkraínskir tölvuhermenn komust inn í stjórnkerfi rússneskra dróna

Ritstjórn DV
Föstudaginn 9. febrúar 2024 05:30

Íranskur dróni en Rússar eiga marga slíka. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tölvuhermenn, eða kannski öðru nafni tölvuþrjótar sem starfa hjá úkraínska hernum, hafa brotist inn í stjórnkerfi dróna sem rússneski herinn notar.

Þetta kemur fram í færslu á Telegramrás leyniþjónustu úkraínska hersins. Þar segir að tölvuhermennirnir hafi tekist á hendur sérstaka aðgerð sem beindist að hugbúnaði sem Rússar nota til að breyta drónum svo hægt sé að nota þá í hernaði.

Segja Úkraínumennirnir að Rússar hafi kvartað undan miklum vanda með drónaáætlun sína í kjölfarið. Með aðgerð sinni tókst Úkraínumönnum að koma í veg fyrir að Rússar geti notað stjórnkerfi drónanna og einnig komu þeir í veg fyrir að þeir geti breytt stjórnkerfinu, tekið upp myndbönd eða stýrt drónunum með stjórnkerfinu.

Sky News segir að Rússar hafi ekki tjáð sig um þessar meintu tölvuárásir.

Drónar hafa gegnt mikilvægu hlutverki hjá báðum stríðsaðilum sem nota þá sem ódýra lausn til að ráðast á hvor annan og til njósna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Líkt og 6,7 milljónir bíla væru teknir úr umferð í heilt ár 

Líkt og 6,7 milljónir bíla væru teknir úr umferð í heilt ár 
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Stefán undrast stríðsæsing í tali íslenskra ráðamanna – „Mér finnst tónninn í þessari skýrslu vera afskaplega furðulegur“

Stefán undrast stríðsæsing í tali íslenskra ráðamanna – „Mér finnst tónninn í þessari skýrslu vera afskaplega furðulegur“
Fréttir
Í gær

„Sársaukafull áminning um hversu hættulegir mislingar geta verið“

„Sársaukafull áminning um hversu hættulegir mislingar geta verið“
Fréttir
Í gær

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Söng lag Britney af innlifun undir stýri og velti bílnum um leið

Söng lag Britney af innlifun undir stýri og velti bílnum um leið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólína verulega ósátt við athugasemdir frá Akureyri – „Það vekur furðu að verða vitni að annarri eins þröngsýni“

Ólína verulega ósátt við athugasemdir frá Akureyri – „Það vekur furðu að verða vitni að annarri eins þröngsýni“