fbpx
Fimmtudagur 22.maí 2025
Fréttir

Pútín ætlar að vera tilbúinn með nýtt stafrænt kerfi í haust

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 7. febrúar 2024 07:00

Mynd/AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneska herinn skortir hermenn og til að mæta þessum vanda hefur Vladímír Pútín, forseti, ákveðið að framvegis eigi öll gögn um unga karlmenn að vera að finna á stafrænu formi. Með því verður þeim gert mun erfiðara fyrir við að sleppa við að verða kvaddir í herinn og sendir á vígvöllinn í Úkraínu.

Dagbladet skýrir frá þessu og segir að fram að þessu hafi fyrirkomulagið verið þannig að menn eru kvaddir til herþjónustu með því að senda þeim bréf upp á gamla mátann. Mörgum hefur tekist að komast úr landi eftir að hafa fengið slíkt bréf, því ekkert sameiginlegt kerfi er notað til að halda utan um nöfnin. Þess vegna hefur ekki verið hægt að stöðva menn á leið úr landi.

Samkvæmt opinberum tölum hafa 300.000 menn verið kvaddir í herinn og sendir til Úkraínu.

Með nýja stafræna kerfinu verður auðveldara fyrir yfirvöld að fylgja herkvaðningu eftir. Kerfið á að vera tilbúið til notkunar í haust. Það mun hafa í för með sér að um leið og rússneskur maður hefur móttekið herkvaðningarbréf sitt á stafrænu formi, er honum óheimilt að yfirgefa landið. Tækifærið verður einnig notað til að herða refsingar yfir þeim sem reyna að komast hjá herþjónustu.

Eftir að kerfið verður tekið í notkun verður meðal annars hægt að loka bankareikningum manna ef þeir reyna að komast hjá herþjónustu, svipta þá ökuréttindum og jafnvel ríkisborgararétti.

En hönnun nýja kerfisins gengur þó ekki vandræðalaust. Það er rússneska fyrirtækið Rostelekom sem sér um smíði kerfisins. Talsmaður þess viðurkenndi í samtali við miðilinn Meduza að „þetta sé mikill höfuðverkur“.

Pútín hefur einnig krafist þess að vinnuveitendur geti sett upplýsingar um karla á „bardagaaldri“ inn í kerfið.

Þegar Pútín tilkynnti að hann bjóði sig fram til forseta í kosningunum, sem fara fram í næsta mánuði, lofaði hann að ekki verði gripið til nýrrar herkvaðningar. Líklega má tengja flýtinn við smíði nýja kerfisins við þetta loforð, því með nýja kerfinu verður hægt að kalla menn á herskyldualdri til herþjónustu með skilvirkari hætti en áður og láta líta út fyrir að það sé ekki gert sérstaklega vegna stríðsins í Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Skellinöðrukrakkar að æra fólk með hávaða – „Andskotans vespuhelvítin ykkar þið voruð að vekja barnið mitt“

Skellinöðrukrakkar að æra fólk með hávaða – „Andskotans vespuhelvítin ykkar þið voruð að vekja barnið mitt“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ágústa gekk hart fram gegn unglingsstúlkum sem maður hennar braut á – „Ég upplifði algjört hrun, af því að ég var búin að berjast svo mikið fyrir öllu“

Ágústa gekk hart fram gegn unglingsstúlkum sem maður hennar braut á – „Ég upplifði algjört hrun, af því að ég var búin að berjast svo mikið fyrir öllu“
Fréttir
Í gær

Gunni Helga reiður og pirraður: Áttaði sig á því í gær að launin hans hefðu lækkað – „Ég skammast mín fyrir að hafa ekki vitað um þetta fyrr“

Gunni Helga reiður og pirraður: Áttaði sig á því í gær að launin hans hefðu lækkað – „Ég skammast mín fyrir að hafa ekki vitað um þetta fyrr“
Fréttir
Í gær

Haukur skammaði Úlfar: Misboðið vegna ummæla í Morgunblaðinu

Haukur skammaði Úlfar: Misboðið vegna ummæla í Morgunblaðinu
Fréttir
Í gær

Uppnám í vél Play frá Madrid þegar meint burðardýr veiktist – Urðu að lenda í skyndi í Dublin

Uppnám í vél Play frá Madrid þegar meint burðardýr veiktist – Urðu að lenda í skyndi í Dublin
Fréttir
Í gær

Ein manneskja lét lífið í sprengingu í íbúðarhúsnæði á Tenerife

Ein manneskja lét lífið í sprengingu í íbúðarhúsnæði á Tenerife