Reiknað er með takmörkuðu skyggni á meðan snjókomubakkinn gengur yfir, Á höfuðborgarsvæðinu verður hann líklega á ferðinni frá því um klukkan 8 til 10.
Á vef Veðurstofunnar kemur fram að nærri kyrrstæð lægð á Grænlandshafi dæli til okkar éljalofti úr suðvestri.
„Í dag fer smálægð allhratt norðaustur yfir land og það snjóar víða frá henni um tíma og vindur gengur í suðvestan 10-18 m/s. Úrkomulítið á Norðaustur- og Austurlandi á morgun, en éljagangur í öðrum landshlutum og síðdegis fer heldur að lægja. Frost 0 til 7 stig. Á sunnudag er spáð suðvestan kalda, en allhvössum vindi syðst á landinu. Él í flestum landshlutum og svalt í veðri.“