fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
Fréttir

Sjáðu eldræðu Páls Vals í gær: „16. janúar og strax hægt að hætta að pæla í hver verður maður ársins“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 17. janúar 2024 09:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Valur Björnsson, Grindvíkingur og fyrrverandi þingmaður, vakti talsverða athygli á íbúafundi Grindvíkinga í Laugardalshöll í gær.

Fjölmargir voru mættir á fundinn og sátu þrír ráðherrar meðal annars fyrir svörum. Íbúum gafst færi á taka til máls og nýttu nokkrir íbúar sér það, meðal annars Páll Valur sem fékk miklar undirtektir í ræðu sinni.

Hann benti á að það ætti ekki að vefjast fyrir stjórnvöldum að borga Grindvíkinga út úr híbýlum sínum. Gagnrýndi hann Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur sem sagði það kosta ríkið 115 milljarða króna að borga íbúa út.

„Gerið ykkur grein fyrir því hvað Grindavík hefur skapað mikinn gjaldeyri inn í þetta land? Gerið þið ykkur grein fyrir því,“ spurði Páll Valur. Nefndi hann að Grindavík skapaði sennilega 50 til 60 milljarða gjaldeyristekjur á ári inn í þjóðarbúið og á sama tíma væru stjórnvöld að velta fyrir sér einhverjum 115 milljörðum króna.  „Það eru smáaurar í samanburði við það sem Grindavík hefur fært íslensku þjóðarbúi. Það er bara þannig,“ sagði Páll Valur meðal annars.

Hér að neðan má sjá myndband af ræðu Páls sem Grindvíkingurinn Egill Birgisson birti á samfélagsmiðlinum X í gærkvöldi.

„Jæja ekki nema 16. Jan og strax hægt að hætta að pæla í hver verður maður ársins 2024,“ segir í einni athugasemd við færslu Egils.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum
Lést í Bláa lóninu
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Kynferðisbrotalíking Gunnars Smára vekur ólgu – „Situr í greni sínu við skjáinn og spýr eitri“

Kynferðisbrotalíking Gunnars Smára vekur ólgu – „Situr í greni sínu við skjáinn og spýr eitri“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Frumvarpið þrefaldi ferðakostnað venjulegs rafbíls – „Þetta eru kolröng skilaboð út í samfélagið“

Frumvarpið þrefaldi ferðakostnað venjulegs rafbíls – „Þetta eru kolröng skilaboð út í samfélagið“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

FESTI aðalstyrktaraðili Félags kvenna í atvinnulífinu

FESTI aðalstyrktaraðili Félags kvenna í atvinnulífinu
Fréttir
Í gær

Stefán Máni segir frá tálbeitunni sem fylgt hefur honum í 17 ár – „Ég opnaði bara einhverjar dyr og Hörður gekk inn um þær“

Stefán Máni segir frá tálbeitunni sem fylgt hefur honum í 17 ár – „Ég opnaði bara einhverjar dyr og Hörður gekk inn um þær“
Fréttir
Í gær

Þungfært á Reykjanesbraut og ökumenn á vanbúnum bílum

Þungfært á Reykjanesbraut og ökumenn á vanbúnum bílum
Fréttir
Í gær

„Mikilvægt að dagur eins og þessi verði ekki að dyggðaskreytingu fyrir konur sem nú þegar eru komnar langt upp yfir glerþakið“

„Mikilvægt að dagur eins og þessi verði ekki að dyggðaskreytingu fyrir konur sem nú þegar eru komnar langt upp yfir glerþakið“
Fréttir
Í gær

Lögregla með áríðandi tilkynningu – Mjög slæm færð á höfuðborgarsvæðinu

Lögregla með áríðandi tilkynningu – Mjög slæm færð á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir
Í gær

Bætir í snjókomuna í dag – Gul viðvörun í gildi

Bætir í snjókomuna í dag – Gul viðvörun í gildi