fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Fréttir

Úkraínskur hershöfðingi með ákall til Vesturlanda – Rússarnir eru fleiri

Ritstjórn DV
Mánudaginn 15. janúar 2024 06:15

Úkraínskur hermaður í Irpin. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oleksandr Syrskyi, einn æðsti yfirmaður úkraínska hersins, segir að Úkraínumenn hafi þörf fyrir meiri hernaðaraðstoð frá Vesturlöndum. Hann nefnir þar á meðal bandarískar A-10 árásarþotur, sem geta stutt við hersveitir á landi, og flugvélar sem geta skotið langdrægum flugskeytum.

Þetta sagði hann í samtali við Reuters á föstudaginn. Þetta ákall hans um hjálp er tilkomið vegna stöðunnar á vígvellinum í austurhluta Úkraínu þar sem úkraínskar hersveitir eru í vörn en þær gera þó gagnsóknir þegar tækifæri gefst.

„Þetta er virk vörn, þar sem við erum ekki bara í vörn heldur gerum einnig gagnsóknir og stundum skiptum við yfir í hreina sókn,“ sagði Syrskyi.

Þrátt fyrir að víglínan í austurhluta Úkraínu breytist ekki mikið dag frá degi vildi Syrskyi ekki útiloka að Úkraínumenn geti rofið varnir Rússa og sótt fram. „Það eru alltaf tækifæri, þú verður bara að finna þau og nýta þau,“ sagði hann og bætti við að rússnesku hermennirnir séu mun fleiri en þeir úkraínsku.

Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, heimsótti Úkraínu fyrir helgi og skrifaði undir nýja samning á milli ríkjanna um öryggismál. Á fréttamannafundi sagði hann „að ef við hikum núna, þá hvetjum við ekki aðeins Pútín, heldur einnig Bandamenn hans í Norður-Kóreu, Íran og víðar“.

Með nýja samningnum heita Bretar auknum stuðningi við Úkraínu og lofa að hann verði ekki minni en 2,5 milljarðar punda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra
Fréttir
Í gær

Fyrrum FBI-fulltrúi: Morðingi Charlie Kirk alls „enginn viðvaningur“

Fyrrum FBI-fulltrúi: Morðingi Charlie Kirk alls „enginn viðvaningur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýður kærir synjun á niðurrifi Hvítabandsins

Lýður kærir synjun á niðurrifi Hvítabandsins