fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Brynja Dan bregst við tíðindum um minni verslun á degi einhleypra – Laugardagar erfiðastir í netverslun

Ritstjórn DV
Föstudaginn 12. janúar 2024 10:36

Brynja Dan Mynd: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynja Dan Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Garðabæ, varaþingmaður flokksins og einn af eigendum Extraloppunnar, segir að ástæða þess að í ár hafi verið minni verslun á degi einhleypra megi meðal annars rekja til þess að dagurinn, 11. nóvember – 11.11 – hafi komið upp á laugardegi í ár en það sé alltaf erfiðasti dagurinn þegar kemur að netverslun.

Dagurinn er haldinn hátíðlegur víða erlendis en segja má að Brynja hafi kynnt hann hérlendis en hún heldur úti vefsíðunni 1111.is þar sem tekin eru saman öll tilboð sem samstarfsaðilar vefsíðunnar bjóða. Íslendingar tóku deginum fagnandi en í ár var greint frá því að verslunin hafi minnkað verulega og byggðist það á tölum frá Rannsóknasetri verslunarinnar.

Sló Vísir því upp í frétt að salan hafi hrunið á deginum í ár og við þá nálgun var Brynja Dan ekki sátt og sendi frá sér eftirfarandi yfirlýsingu.

Það var vitað mál og í takt við allar spár að salan á sjálfum Degi einhleypra sem árlega er 11. nóvember yrði minni árið 2023. Það á sér þær eðlilegu skýringar að dagurinn kom nú upp á laugardegi og er alvitað að sá vikudagur er alltaf erfiðastur þegar kemur að netverslun. Þar sem að við erum alltaf á tánum brást ég að sjálfsögðu við þessari staðreynd í samstarfi við þau fjölmörgu fyrirtæki sem tóku þátt í deginum. Singles Day tilboðin urðu því virk föstudaginn 10. nóvember og voru virk út sunnudaginn 12. nóvember.

Við auglýstum þessa breytingu vel og ég kynnti hana allvíða enda vildum við leyfa neytendum að njóta tilboðanna og spara sér þannig aurinn. Það að það standi í frétt inni á Vísi að salan á Degi einhleypra hafi hrunið er jú jú kannski í grunninn rétt. Þess má samt geta að salan á þeim tilboðum sem Dagur einhleypra og samstarfsfyrirtækin buðu neytendum upp á hrundi bara alls ekki neitt og er dagurinn hreinlega ennþá með virkni á við ekkert minna en tvíhleypu. Í því samhengi er vert að koma því á framfæri að velta Netgíró var hærri þessa þrjá daga árið 2023 en sömu daga árið á undan. Ég fagna allri fjölmiðlaumfjöllun í kringum þetta verkefni sem mér þykir ferlega vænt um en fer þess jafnan á leit við blaðamenn að fréttaumfjallanir séu unnar á vandaðan og sanngjarnan máta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“