fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Frans páfi kallar eftir heimsbanni á staðgöngumæðrun – „Fyrirlitleg iðja“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 9. janúar 2024 12:30

Frans ávarpaði diplómata í Vatíkaninu. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frans páfi hefur kallað eftir því að þjóðir heimsins sameinist um að banna staðgöngumæðrun. Kallar hann staðgöngumæðrun fyrirlitlega og alvarlega aðför að reisn móður og barns.

Staðgöngumæðrun er bönnuð víða í Evrópu, meðal annars á Íslandi, Noregi og Finnlandi. Einnig er hún bönnuð í Kína og fjórum öðrum Asíuríkjum. Sums staðar er aðeins staðgöngumæðrun á milli ættingja leyfð eða þá án þess að peningagreiðsla fari á milli. Í Rússlandi og nokkrum af fyrrverandi Sovétríkjunum er hún alfarið lögleg, sem og í nokkrum fylkjum Bandaríkjanna.

Þrátt fyrir að staðgöngumæðrun sé alfarið ólögleg á Íslandi þá hafa fyrirtæki boðið upp á milligöngu um staðgöngumæðrun erlendis fyrir Íslendinga. Í mörgum tilfellum er um að ræða samkynhneigða menn sem nýta sér staðgöngumæðrun.

Slæm staða móður

Frans, sem er orðinn 87 ára gamall, var harðorður um staðgöngumæðrun í árlegu ávarpi sínu til diplómata í Vatíkaninu. Kanadíska fréttastöðin CTN News greinir frá þessu.

„Ég tel framkvæmd hinnar svokölluðu staðgöngumæðrun fyrirlitlega. Þetta er alvarleg aðför að reisn móður og barns, þar sem verið er að nýta sér slæma stöðu móðurinnar,“ sagði Frans. „Vegna þess vona ég að að alþjóðasamfélagið komi saman til að banna þessa iðju á heimsvísu.“

Ýmis samtök hinsegin fólks hafa fordæmt þessi orð Frans páfa.

Sífellt vinsælla

Ekki liggja fyrir tölfræðileg gögn um hversu útbreidd staðgöngumæðrun er á heimsvísu. En talið er að vinsældirnar hafi aukist mjög eftir því sem konur á vesturlöndum seinka barneignum og fleiri samkynhneigðir karlar reyna að eignast börn.

Vatíkanið er umlukið Ítalíu þar sem staðgöngumæðrun er bönnuð. Giorgia Meloni forsætisráðherra hyggst útfæra löggjöfina þannig að fólk sem leitar erlendis til staðgöngumóður verði refsað.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Óhugnanleg aðkoma lögreglumanna á Akureyri – „Hún er bara dáin“

Óhugnanleg aðkoma lögreglumanna á Akureyri – „Hún er bara dáin“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Í gær

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis