Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út seint í gærkvöldi eftir að eldur kom upp í flutningabíl með tengivagn á athafnasvæði við Suðurlandsveg.
Að sögn slökkviliðsins var einn dælubíll sendur á vettvang ásamt tankbíl og tók það skamman tíma að ráða niðurlögum eldsins.
Í Facebook-færslu slökkviliðs segir að tvö önnur verkefni voru á dælubíla, annars vegar vegna vatnsleka og hins vegar vegna gróðurelds. Boðanir fyrir sjúkrabíla voru 73 talsins en af þeim voru 24 forgangsverkefni.