fbpx
Þriðjudagur 03.október 2023
Fréttir

Viðvarandi veikleikar í rekstri og eitruð vinnustaðarmenning – Greint frá vanvirðingu, einelti, ofbeldi og kynþáttafordómum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 18. september 2023 20:00

Frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu. Mynd/Torg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birt hefur verið skýrsla Ríkisendurskoðunar um stjórnsýslu- og fjárhagsendurskoðun sem stofnunin gerði á rekstri Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Þar er vakin athygli á viðvarandi veikleikum í rekstri og áætlanagerð hljómsveitarinnar sem að miklu megi rekja til lækkandi hlutfalls sértekna.

Sértekjur Sinfóníunnar voru á árunum 2017-2019 að meðaltali um 18 prósent af heildartekjum. Þetta hlutfall lækkaði svo mikið en árin 2021 og 2022 var hlutfallið aðeins um 10 prósent, en þau ár voru tekjur vegna miðasölu um 436 milljónum króna undir áætlun.

Svört úttekt á sálfræðilegum áhættuþáttum

Eigið fé hljómsveitarinnar var við lok síðasta árs neikvætt um 51,5 milljónir, en það ár var hljómsveitin rekin með 100 milljón króna halla. Að hluta til er þessi halli rakinn til faraldurs COVID-19 en eins hafi rekstrarkostnaður farið hækkandi á meðan fjárveitingar standa í stað. Mikilvægt sé að auka aðsókn, fjölga tónleikagestum og setja fram skýra aðgerðaráætlun í því sambandi.

Ríkisendurskoðun vekur einnig athygli á veikleikum sem lúta að starfsmannahaldi, innra skipulagi og vinnustaðamenningu hljómsveitarinnar. Samkvæmt starfsmannakönnunum Sameykis um stofnun ársins megi sjá að óánægja með stjórnun og starfsskilyrði hjá starfsmönnum hljómsveitarinnar hefur aukist á síðustu árum. Upp hafi komið erfið starfsmannamál sem hafi meðal annars ratað í fjölmiðla og ætla megi að hafi neikvæð áhrif haft á starfsanda. Mál sem varði brottvikningu eins hljóðfæraleikara úr starfi sé enn til úrlausnar fyrir dómstólum.

Samtals hafi þurft að virkja viðbragðsáætlun gegn einelti og áreitni fjórum sinnum á tímabilinu ágúst 2019-febrúar 2023. Þar af fóru mál tvisvar í formlegt ferli og tvisvar í ófromlegt ferli. Hljómsveitin hafi á sama tíma þrisvar leitað til ytri ráðgjafa vegna úrlausnar slíkra mála.

Líf og sál var fengið að gera úttekt á sálfræðilegum áhættuþáttum í starfsumhverfi og í þeirri könnun komi fram sterkar vísbendingar um að starfsfólk upplifi álag í starfi, samskipti gætu verið betri og traust til yfirstjórnar væri misjafnt eftir því hvaða störfum starfsfólk sinnti. Meiri tortryggni gagnvart stjórnenda ríkti meðal hljóðfæraleikara en hjá starfsfólki á skrifstofu. Eins komu fram upplifanir um vanvirðingu, einelti, ofbeldi og kynþáttafordóma sem taka verði alvarlega. Umbótastarf er hafi hjá hljómsveitinni út frá þessari könnun og gerðar hafa verið tilraunir til að koma á fót velferðarteymi og rýnihópum, en þær tilraunir hafi ekki gengið vel og töldu utanaðkomandi sérfræðingar að vinnustaðurinn væri ekki á þeim stað enn sem komið er að slíkar útfærslur gætu gengið upp.

Alvarleg mál ratað í fjölmiðla

Fyrir ári síðan var fjallað um ólgu innan hljómsveitarinnar eftir að meintum ofbeldismanni var sagt upp störfum. En upp hófust gífurlega hörð átök milli starfsmanna og stjórnenda.

Sjá einnig: Starfsmenn Sinfóníuhljómsveitar Íslands æfir eftir að meintum ofbeldismanni var sagt upp

Í mars mánuði hafði annar starfsmaður sagt upp hjá hljómsveitinni í skugga ásakana um kynferðisofbeldi.

Sjá einnig: Tveir starfsmenn Sinfóníuhljómsveitarinnar stignir til hliðar vegna ásakana um áreitni og ofbeldi – Uppfært

Í desember síðast liðnum var svo greint frá því að starfsfólk hljómsveitarinnar væri sakað um dónaskap í garð öryggisvarðar í Hörpunni en í kjölfarið var sendur tölvupóstur á alla starfsmenn frá mannauðsstjóra þar sem greint var frá tveimur málum.

Sjá einnig: Starfsfólk Sinfóníunnar sakað um dónaskap í garð öryggisvarða – „Ég get staðfest að ég baðst velvirðingar“

Veikindi aukast og ríkisendurskoðun leggur til úrbætur

Ríkisendurskoðun rakti einnig að fjarvistir vegna veikinda starfsfólk hafi aukist undanfarið og þá sérstaklega langtíma veikindi þar sem starfsfólk er frá lengur en sex mánuði. Meðal ástæðna væru starfsaðstæður og álag. Fjöldi vinnustunda vegna veikinda var 8.001 á síðasta ári sem jafngildir því að um fjögur og hálft stöðugildi séu frá vegna veikinda á árinu.

Ríkisendurskoðun leggur fram fjórar ábendingar um nauðsynlegar úrbætur. Í fyrsta lagi að menningar- og viðskiptaráðuneytið bæti eftirlit með fjármálum hljómsveitarinnar í samræmi við lög og bregðist við áhættu og veikleikum í rekstri.

Í öðru lagi telur Ríkisendurskoðun tilefni til að ráðuneytið taki til skoðunar að skýra rekstrarlega og eignarréttarlega stöðu hljómsveitarinnar í lagalegum skilningi. Er bent á að Ríkissjóður Íslands og Reykjavíkurborg standi sameiginlega að rekstrinum, en þó hafi hljómsveitin hvorki verið skilgreind sem hlutafélag né sjálfseignarstofnun. Óvissa sé um stöðu starfsfólk þar sem lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins ná ekki til þeirra, en þó hafi Hæstiréttur úrskurðað að stofnunin sé engu að síður stjórnvald í skilningi laga.

Í þriðja lagi beinir Ríkisendurskoðun því til bæði ráðuneytis og hljómsveitarinnar að endurskoða þurfi stefnumarkið hljómsveitarinnar í ljósi þess hvernig reksturinn hefur þróast síðustu ár.

Í fjórða lagi beinir Ríkisendurskoðun því til hljómsveitarinnar að hlúa betur að innri starfsemi og mannauð meðal annars í því skyni að bæta vinnustaðamenningu.

Hér má lesa skýrslu Ríkisendurskoðunar í heild sinni. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Þrjú ofbeldismál gegn Sölva Tryggvasyni felld niður

Þrjú ofbeldismál gegn Sölva Tryggvasyni felld niður
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

„Andskotist nú til að taka þetta til ykkar sem eigið“

„Andskotist nú til að taka þetta til ykkar sem eigið“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hryllingur á Glerártorgi – Ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás þar sem hamri var beitt

Hryllingur á Glerártorgi – Ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás þar sem hamri var beitt
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hlynur á steypubílnum potaði í auga lögreglumanns og kleip annan í kinnina

Hlynur á steypubílnum potaði í auga lögreglumanns og kleip annan í kinnina
Fréttir
Í gær

Lambeyrardeilan: „Finnst stórfjölskyldunni okkar við eiga allt illt skilið, þar með talin skemmdarverk, ofbeldi, og jafnvel líkamsárásir“

Lambeyrardeilan: „Finnst stórfjölskyldunni okkar við eiga allt illt skilið, þar með talin skemmdarverk, ofbeldi, og jafnvel líkamsárásir“
Fréttir
Í gær

Hræðileg Íslandsferð tælenska þingmannsins: Vanvirti mosa og rekin af veitingastað

Hræðileg Íslandsferð tælenska þingmannsins: Vanvirti mosa og rekin af veitingastað
Fréttir
Í gær

Af hverju gengur Úkraínumönnum svo vel að ráðast á lykilstöðvar rússneska hersins?

Af hverju gengur Úkraínumönnum svo vel að ráðast á lykilstöðvar rússneska hersins?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón er aldraður faðir miðaldra fíkils og vill vita hvaða snillingur fann upp á þessu kerfi – „Veit það einhver?“

Jón er aldraður faðir miðaldra fíkils og vill vita hvaða snillingur fann upp á þessu kerfi – „Veit það einhver?“