fbpx
Þriðjudagur 14.maí 2024
Fréttir

Lögregluaðgerð með aðstoð sérsveitar stendur yfir í Grindavík

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 28. ágúst 2023 13:20

Sérsveitin að störfum. Mynd tengist ekki frétt. Fréttablaði/Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregluaðgerð með aðstoð sérsveitar Ríkislögreglustjóra stendur núna yfir fyrir utan einbýlishús við götuna Norðurvör í Grindavík.

Sjúkrabíll er á vettvangi auk nokkurra lögreglubíla. Sést hefur til sérsveitarmanna með skotvopn á lofti, samkvæmt ábendingu frá borgara. Samkvæmt upplýsingum frá þeim aðila hafði lögregla ekki brotist til inngöngu í húsið þegar síðast var vitað.

„Sérsveitarmenn eru búnir að vopna sig upp og eru með skildi,“ sagði sjónarvotturinn. Hann hefur enga hugmynd um aðdraganda aðgerðarinnar en sagði svona mál vera viðkvæmt í litlum bæ á borð við Grindavík. Málið vekti mikla forvitni í bænum nú þegar. „Þetta er rétt hjá grunnskólanum og það eru krakkar að fara í áttina að þessu. Við erum forvitin í litlu bæjarfélagi.“

DV hafði samband við lögregluna á Suðurnesjum vegna málsins sem staðfesti að lögregluaðgerð væri í gangi en gat ekki veitt neinar frekari upplýsingar um málið í bili.

Uppfært kl. 14:20: DV náði sambandi við Rannveigu Þórisdóttur, samskiptastjóra Ríkislögreglustjóra, en sérsveitin heyrir undir embættið. Rannveig gat staðfest að sérsveitin hefði tekið þátt í lögregluaðgerð í Grindavík en hafði ekki frekari upplýsingar um málið. Vísaði hún þar til lögreglunnar á Suðurnesjum sem enn sem komið er hefur ekki veitt upplýsingar um málið.

Uppfært kl. 15:45: Samkvæmt RÚV hefur sérsveit yfirgefið vettvanginn er lögreglubílar eru þar enn. Vænta má yfirlýsingar lögreglu síðar í dag.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hættulegasti hlutur heims – Drepur einstakling á tveimur dögum sem horfir á hann í fimm mínútur

Hættulegasti hlutur heims – Drepur einstakling á tveimur dögum sem horfir á hann í fimm mínútur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Víkingur Heiðar blandar sér í þjóðfélagsumræðuna – „Ég held að þjóð þín sé reyndar komin með nóg af gífuryrðunum“

Víkingur Heiðar blandar sér í þjóðfélagsumræðuna – „Ég held að þjóð þín sé reyndar komin með nóg af gífuryrðunum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fyrrum fjármálastjóri dró aha.is fyrir dóm – Sagðist eiga inni orlof en var á móti sakaður um að hafa ofreiknað eigið orlof með bókhaldsbrögðum

Fyrrum fjármálastjóri dró aha.is fyrir dóm – Sagðist eiga inni orlof en var á móti sakaður um að hafa ofreiknað eigið orlof með bókhaldsbrögðum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nöfn unga fólksins sem lést í banaslysinu á Eyjafjarðarbraut

Nöfn unga fólksins sem lést í banaslysinu á Eyjafjarðarbraut