fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Kremlverjar herða leitina að „föðurlandssvikurum“ og „njósnurum“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 2. ágúst 2023 04:05

Pútín er ekki í uppáhaldi hjá öllum samlöndum sínum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Málum er varða föðurlandssvik og njósnir hefur fjölgað gríðarlega mikið í Rússlandi síðustu árin. Til dæmis verða vísindamenn og blaðamenn að fara mjög varlega því þeir eiga sífellt yfir höfði sér að verða handteknir grunaðir um njósnir eða föðurlandssvik.

Leyniþjónustan FSB hefur bætt mjög í leitina að föðurlandssvikurum og njósnurum eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. FSB hefur ekki þótt standa sig vel í Úkraínu og reynir því að sanna gildi sitt með því að hafa uppi á þeim sem taldir eru ógna öryggi landsins.

Hún hefur beint spjótum sínum sérstaklega að vísindamönnum og er það engin trygging fyrir þá að eiga áratuga feril að baki sem virtir vísindamenn.  Því fékk Dmitry Kolker að kenna á. Hann var einn fremsti vísindamaður Rússa á sviði leisertækni. Hann starfaði við háskólann í Novosibirsk. Í júní á síðasta ári var hann handtekinn þar sem hann lá á sjúkrahúsi í borginni en þar gekkst hann undir krabbameinsmeðferð. Þrátt fyrir mótmæli rufu leyniþjónustumennirnir krabbameinsmeðferðina og fluttu hann til Moskvu til yfirheyrslu. En Kolker var ekki að gera sér upp veikindi. Hann lést þremur dögum eftir handtökuna af völdum krabbameins.

Aðrir hafa sloppið lifandi úr klóm FSB en hafa verið dæmdir í áralangt fangelsi eða sendir í þrælkunarbúðir en vist þar er oft ekkert annað en ávísun á dauðadóm.

Í júní var Valery Golubkin, 71 árs prófessor frá Moskvu, dæmdur í 12 ára fangelsi fyrir föðurlandssvik. Samstarfsfólk hans var einnig handtekið og er sakað um njósnir og föðurlandssvik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin
Fréttir
Í gær

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður
Fréttir
Í gær

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“
Fréttir
Í gær

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“