fbpx
Mánudagur 13.maí 2024
Fréttir

Þorvaldur segir háalvarlegt ef það gýs í Torfajökulsöskju

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 1. ágúst 2023 09:00

Mynd úr safni. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er háalvarlegt mál ef til þess kemur að það gjósi í Torfajökulsöskju en skjálftahrina hófst í norðanverðri öskjunni á sunnudaginn og mældist stærsti skjálftinn 3,2.

Í umfjöllun Morgunblaðsins um málið er haft eftir Þorvaldi Þórðarsyni, eldfjallafræðingi, að það sé háalvarlegt mál ef það gýs í öskjunni.

Síðast gaus í Torfajökli 1477 og mynduðust Laugahraun og Námshraun þá.

Þorvaldur benti á að oft hafi gosið í eldstöðinni á síðustu árþúsundum og hafi mörg gosanna verið stór. „Þetta hefur verið öflugt sprengigos og það var alveg jafn öflugt og gosið í Öskju 1875,” sagði hann um gosið árið 871 í Torfajökli en þá myndaðist Hrafntinnuhraun.

Öskjugosið 1875 var ekkert smáræði, þriðja mesta sprengigosið hér á landi á sögulegum tíma. Megingosið stóð þó aðeins yfir í nokkrar klukkustundir.

Þorvaldur sagði að ef það gýs í öskjunni þá geti orðið gjóskufall um allt land ef gosið er stórt.

Hægt er að lesa nánar um málið í Morgunblaðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Yfirþjálfara fimleikadeildar Gróttu sagt upp störfum – Málið tengist þjálfunaraðferðum hjá umdeildum gestaþjálfara

Yfirþjálfara fimleikadeildar Gróttu sagt upp störfum – Málið tengist þjálfunaraðferðum hjá umdeildum gestaþjálfara
Fréttir
Í gær

Talið að Rússar geri út glæpamenn til að vinna skemmdarverk í Evrópu og Bandaríkjunum

Talið að Rússar geri út glæpamenn til að vinna skemmdarverk í Evrópu og Bandaríkjunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Auði brugðið við að fylgjast með blindfullum útskriftarnemum dimmitera í miðbænum – „Þar ælir hann og ælir, milli þess sem hann missir meðvitund“

Auði brugðið við að fylgjast með blindfullum útskriftarnemum dimmitera í miðbænum – „Þar ælir hann og ælir, milli þess sem hann missir meðvitund“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rekstur Base Parking virðist vera að sigla í strand

Rekstur Base Parking virðist vera að sigla í strand
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rússar hafa opinberað nýjar upplýsingar um fyrstu árásina á Kerch-brúna – Myndband

Rússar hafa opinberað nýjar upplýsingar um fyrstu árásina á Kerch-brúna – Myndband
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Þó það sé ekki al­veg hægt að vera viss um allt í þessu þá er þetta bara staðan“

„Þó það sé ekki al­veg hægt að vera viss um allt í þessu þá er þetta bara staðan“