fbpx
Sunnudagur 23.júní 2024
Fréttir

Myrti sex manns fyrir þremur áratugum – Lögreglan hefur ekki gefist upp á að finna hinn seka

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 18. júlí 2023 22:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sex verslunarstarfsmenn voru myrtir árið 1992 og rúmum þrjátíu árum síðar er raðmorðingjans enn leitað. 

Raðmorðinginn hefur fengið viðurnefnið I-70 morðinginn þar sem öll morðin, framin í þremur fylkjum, voru framin í grennd við samnefndan þjóðveg sem liggur í gegnum miðríki Bandaríkjanna. 

„Enn þann dag í dag getum við ekki fundið út úr því hvers vegna einhver ákvað að undirbúa þessar skotárásir og drepa fólk án nokkurrar sýnilegrar ástæðu. Ég get aðeins lýst morðunum sem hreinni illsku,“ segir rannsóknarlögreglan Kelly Rhodes hjá St. Charles lögreglunni í Missouri við People. 

Fjallað var um málið í þættinum People Magazine Investigates: The I-70 Killer í gær, en margoft hefur verið fjallað um málið í miðlum vestanhafs síðustu áratugi. Fórnarlömbin, fimm konur og karlmaður, voru myrt með Erma Werke Model ET22 skammbyssu. Öll fórnarlömbin voru að vinna í litlum fyrirtækjum meðfram I-70.


Sex fórnarlömb á innan við mánuði

Morðin hófust 8. apríl 1992, þegar I-70 morðinginn drap fyrsta fórnarlambið, hina 26 ára gömlu Robin Fuldauer. Fuldauer starfaði í Payless ShoeSource verslun í Indianapolis þegar hún var skotin í aftökustíl einu skoti í hnakkann.

Fleiri sambærilegar skotárásir fylgdu í kjölfarið. Þremur dögum síðar voru Patricia Smith 23 ára og Patricia Magers 32 ára myrtar þegar þær voru við vinnu í La Bride d’Elegance brúðarbúðinni í Wichita, Kansas. Michael McCown 40 ára féll næstur í valinn 27. Apríl, en hann starfaði í Sylvia’s Ceramic Supply í Terre Haute, Indiana. Nancy Kitzmiller 24 ára fannst látin 3. maí, en hún hafði verið ein við vinnu í Boot Village skóversluninni í St. Charles. Fjórum dögum síðar var Sarah Blessing 37 ára skotin til bana í versluninni Store of Many Colors í Raytown Missouri. 

Fórnarlömbin sex.

Þrátt fyrir að peningar hafi verið teknir úr peningakössunum í öllum verslunum, telja rannsakendur ekki að rán hafi verið ástæðan fyrir morðunum.

„Ég held að peningar hafi ekki verið aðalástæðan – það er meira ásetningur um að drepa,“ segir Mike Crooke, lögreglumaður sem nú er kominn á eftirlaun.

Rannsóknarlögreglan telur að morðinginn hafi í misgripum talið Michael McCown, eina karlmanninn sem myrtur var, vera konu. Þar sem hin fórnarlömbin voru öll kvenkyns telur lögreglan áhuga raðmorðingjans hafa beinst að konum. Öll kvenkyns fórnarlömbin voru á miðjum þrítugsaldri til miðs fertugsaldurs og allar með sítt brúnt hár.

Lögreglan í Kansas, Indiana og Missouri áttaði sig fljótt á því að þeir voru að leita raðmorðingja. Þrátt fyrir að rannsóknarlögreglumönnum hafi tekist að setja saman andlitsmynd hins grunaða og tengja morðin saman með rannsókn á byssukúlum sem fórnarlömbin voru drepin með þokaðist rannsókn málsins ekki lengra áfram.

Teikning lögreglunnar af I-70 morðingjanum árið 1992 og eins og talið er að hann líti út í dag

Mál I-70 morðingjans var þó aldrei grafið ofan í skúffu. Nýir rannsóknarlögreglumenn hafa tekið við málinu og eru þeir vongóðir um að málið leysist einn daginn og segja lögregluna aldrei hafa gefist upp á að finna þann sem ábyrgð ber á morðunum sex fyrir rúmum þremur áratugum. Heitið er 25 þúsund dala verðlaunum, eða rúmum 3 milljónum króna, fyrir ábendingar sem leitt geta til handtöku I-70 morðingjans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tók magnað drónamyndband við gosstöðvarnar í nótt

Tók magnað drónamyndband við gosstöðvarnar í nótt
Fréttir
Í gær

Sigrún Ýr er með ólæknandi krabbamein og á ekki rétt á bótum – Safnað fyrir meðferð – „Hún er algjör gullmoli“

Sigrún Ýr er með ólæknandi krabbamein og á ekki rétt á bótum – Safnað fyrir meðferð – „Hún er algjör gullmoli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hilda Jana gáttuð á framgöngu meirihlutans á Akureyri – Láta aldraða bíða, neita að borga reikningana og neita að gera grein fyrir máli sínu

Hilda Jana gáttuð á framgöngu meirihlutans á Akureyri – Láta aldraða bíða, neita að borga reikningana og neita að gera grein fyrir máli sínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur Þór dæmdur í tveggja ára fangelsi – Beitti hnúajárni gegn starfsmanni í Nettó

Dagur Þór dæmdur í tveggja ára fangelsi – Beitti hnúajárni gegn starfsmanni í Nettó
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ástin dó í Bandaríkjunum – Fyrrverandi eiginkona Gísla Hjálmtýssonar krefur hann um hundruð milljóna

Ástin dó í Bandaríkjunum – Fyrrverandi eiginkona Gísla Hjálmtýssonar krefur hann um hundruð milljóna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg hundruð milljóna Ferrari stórskemmdur eftir að hafa keyrt á austfirska rollu

Mörg hundruð milljóna Ferrari stórskemmdur eftir að hafa keyrt á austfirska rollu