fbpx
Laugardagur 30.september 2023
Fréttir

Uppákoma á Hótel Keflavík þegar öryggisverðir vísuðu hjónum út úr einkasamkvæmi Sporthússins

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 3. júní 2023 12:57

Hjónin Davíð og Eva Dögg fyrir utan Hótel Keflavík eftir að þeim var vísað út af hótelinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónunum Davíð Jónssyni og Evu Dögg Sigurðardóttur var í gærkvöld vísað úr einkasamkvæmi sem Sporthúsið hélt á Hótel Keflavík. Var þar um að ræða um 40 manna samkvæmi íþróttahóps sem var að halda upp á sex vikna áskorun. Sjötíu manns hófu keppnina en hjónin hlutu annað sætið í keppninni.

Ástæðan fyrir því að hjónunum var vísað úr samkvæminu var ekki vegna þess að þau hefðu ekki hagað sér óaðfinnanlega, né var það að undirlagi Sporthússins, heldur á málið sér upptök í langvarandi deilum eigenda Hótels Keflavíkur. Var það að undirlagi bróður Davíðs, Steinþórs Jónssonar, sem þeim Davíð og Evu var vísað burt.

DV greindi frá þessum deilum árið 2021 en ekkert virðist hafa breyst í þeim síðan þá. Steinþór er aðaleigandi hótelsins en Davíð er næst stærsti hluthafinn. Honum hefur margoft verið meinuð afgreiðsla á veitingastað og bar hótelsins, sem og Evu eiginkonu hans.

Sjá einnig: Saka Steinþór um valdníðslu – Davíð meinað um afgreiðslu á sínu eigin hóteli

Hótel Keflavík er fjölskyldufyrirtæki sem stofnað var árið 1986 af Jóni William Magnússyni. Eiginkona Jóns, Unnur Ingunn Steinþórsdóttir, lést árið 2010. Jón lést árið 2014 og eftir það komst fyrirtækið í að fullu í eigu fjögurra barna hjónanna. Steinþór Jónsson, bróðir Davíðs, hefur reynt að fá lögbann á komu Davíðs og eiginkonu hans, Evu Dögg Sigurðardóttir, á hótelið, og starfsfólki er bannað að afgreiða þau. Haustið 2021 krafðist Steinþór lögbanns á komur hjónanna á hótelið. Hafnaði sýslumaður lögbannskröfunni og kærði Steinþór þá ákvörðun til Héraðsdóms Reykjaness. Héraðsdómur staðfesti ákvörðun sýslumanns. Þá leitaði Steinþór til Landsréttar sem einnig staðfesti ákvörðunina og lögbann á Davíð og Evu var því ekki samþykkt.

Sjá einnig: Baráttan um Hótel Keflavík:Steinþór tapaði fyrir bróður sínum í Héraðsdómi – Hefur bannað starfsfólki að afgreiða hjónin

Davíð segir í samtali við DV að hann hafi bent öryggisvörðum Securitas á að hann væri með dómsúrskurð Landsréttar þess efnis að hann mætti vera á staðnum. „Við vinnum bara fyrir þá,“ segir hann að öryggisvörður hafi svarað. „Ég vildi þá fá að tala við lögregluna sem komin var á hótelið en öryggisverðirnir tóku mig þá með valdi upp úr stólnum og leiddu mig út.“ Sögðu öryggisverðirnir að hann ætti að koma út og ræða málið við lögreglu. Lögreglan skipaði þá Davíð að fara út sem sýndi þeim úrskurð Landsréttar um að hann hefði leyfi til að vera á hótelinu. Sagðist þá lögreglan vera komin til að aðstoða öryggisverðina og yrði hann handtekinn ef hann hlýddi ekki skipun lögreglu um að fara út. Davíð fór þá niður á lögreglustöð og afhenti þar varðstjóra úrskurð þess efnis að honum sé heimilt að dveljast á Hótel Keflavík. Segir hann að lögregluvarðstjórinn hafi sagt að þetta væri allt of löng lesning og ekki væri hægt að afgreiða málið þarna.

Davíð fór síðan aftur á hótelið og sagði að þá hafi einnig verið búið að vísa Evu Dögg burtu af staðnum. Þau hafi ákveðið að spilla ekki samkvæminu frekar og reyndu því ekki að fara inn aftur. „Það var búið að spilla samkvæminu nóg, það var í raun búið að skemma það mikið með þessari uppákomu,“ segir Eva Dögg.

Sem fyrr segir hafa þeir bræður deilt um hótelið í langan tíma. Davíð sakar Steinþór bróður sinn um valdníðslu sem meðal annars lýsi sér í hlutafjárhækkunum í því skyni að þynna út hlut Davíðs í fyrirtækinu. Steinþór hefur ítrekað lýst því yfir við DV að hann tjái sig ekki um þessa deilu. Sem fyrr segir hefur hann reynt að fá lögbanns úrskurð á bróður sinn og konu hans, en án árangurs. Engu að síður er þeim enn vísað með valdi frá hótelinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Kamala Harris í vanda

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hann er miðpunkturinn í „stærsta fíkniefnastríði Svíþjóðar“ – Þeir drepa fjölskyldur hvers annars

Hann er miðpunkturinn í „stærsta fíkniefnastríði Svíþjóðar“ – Þeir drepa fjölskyldur hvers annars
Fréttir
Í gær

Alexander Máni játar að hafa stungið tvo af þremur – „Ég var hrædd­ur við að deyja“

Alexander Máni játar að hafa stungið tvo af þremur – „Ég var hrædd­ur við að deyja“
Fréttir
Í gær

Sakaður um brot gegn leikskólabörnum á Suðurnesjum – Kallaði athæfið „bossapartý“

Sakaður um brot gegn leikskólabörnum á Suðurnesjum – Kallaði athæfið „bossapartý“
Fréttir
Í gær

Bandarískir herforingjar spá Kínverjum litlum árangri ef þeir ráðast á Taívan

Bandarískir herforingjar spá Kínverjum litlum árangri ef þeir ráðast á Taívan
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vínframleiðsla er ósjálfbær

Vínframleiðsla er ósjálfbær
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Handtekinn á Keflavíkurflugvelli með vasana úttroðna af evrum – Fær peningana til baka

Handtekinn á Keflavíkurflugvelli með vasana úttroðna af evrum – Fær peningana til baka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dæmdur fyrir að stela dyrabjöllu

Dæmdur fyrir að stela dyrabjöllu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Efast um að Drífa segi allan sannleikann – „Er sem hún viti hvorki í þenn­an heim né ann­an“

Efast um að Drífa segi allan sannleikann – „Er sem hún viti hvorki í þenn­an heim né ann­an“