fbpx
Fimmtudagur 29.janúar 2026
Fréttir

Mikið að gera hjá lögreglu í nótt

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 3. júní 2023 07:44

Mynd/Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikill erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og voru skráð 120 mál frá kl. 17 í gær til 5 í morgun,

Meðal þeirra mála sem komu til kasta lögreglu var maður sem vísað var af hóteli í miðborginni vegna annarlegs ástands, en hann var undir miklum áhrifum áfengis og eiturlyfja.

Manni sem var til vandræða við eitt neyðarskýla Reykjavíkurborgar var vísað burt.

Óskað var eftir aðstoð lögreglu á Lækjartorgi þar sem maður svaf ölvunarsvefni. Maðurinn brást hinn versti við og réðst á lögreglumenn, var hann handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Maður var handtekinn og færður á lögreglustöð eftir að hafa verið til vandræða við hús á Seltjarnarnensi. Eftir að rætt hafði verið við manninn á lögreglustöð var hann látinn laus þar sem hann lofaði að láta af þessari hegðun.

Ofurölvi maður var aðstoðaður eftir að hafa dottið og slasað sig lítillega í miðborginni. Sjúkralið gerði að sárum hans og var honum síðan ekið heim.

Eignarspjöll voru unnin á skólabyggingu í miðborginni og var útidyrahurð skemmd.

Krakkar kveiktu í rusli í undirgöngum í Hafnarfirði, ekki varð tjón af því.

Bíll valt á Heiðmerkurvegi og var einn fluttur með sjúkrabíl á slysadeild.

Maður var handtekinn í hverfi 113 vegna líkamsárásar og eignarspjalla. Var maðurinn í annarlegu ástandi og var vistaður í fangaklefa og bíður skýrslutöku þegar ástand hans lagast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Bráðalæknir ráðleggur Íslendingum að djamma með hjálm – „Öl er böl“

Bráðalæknir ráðleggur Íslendingum að djamma með hjálm – „Öl er böl“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Þrír nýir forstöðumenn hjá Póstinum

Þrír nýir forstöðumenn hjá Póstinum
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

RÚV hafi ekki átt frumkvæði að því að taka Húsó úr birtingu – Vísi frá sér ábyrgð þrátt fyrir eignarhlut og 95 milljóna framlag

RÚV hafi ekki átt frumkvæði að því að taka Húsó úr birtingu – Vísi frá sér ábyrgð þrátt fyrir eignarhlut og 95 milljóna framlag
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ákæran gegn Helga Bjarti: Sakaður um húsbrot, nauðgun, kynferðisbrot gegn barni og vændiskaup

Ákæran gegn Helga Bjarti: Sakaður um húsbrot, nauðgun, kynferðisbrot gegn barni og vændiskaup
Fréttir
Í gær

Sextugir menn í vanda eftir að leitað var í Peugeot-bíl þeirra

Sextugir menn í vanda eftir að leitað var í Peugeot-bíl þeirra
Fréttir
Í gær

Harmleikurinn í Sviss: Eigendur barsins sem fuðraði upp og kostaði 40 manns lífið kenna ungri þjónustustúlku um

Harmleikurinn í Sviss: Eigendur barsins sem fuðraði upp og kostaði 40 manns lífið kenna ungri þjónustustúlku um
Fréttir
Í gær

Gervigreindin er komin í prentarana

Gervigreindin er komin í prentarana
Fréttir
Í gær

Lýsa yfir áhyggjum af framtíð starfsfólks Strætó – „Standi frammi fyrir verulegri óvissu“

Lýsa yfir áhyggjum af framtíð starfsfólks Strætó – „Standi frammi fyrir verulegri óvissu“